Tveggja daga þjóðarsorg á RÚV

RÚV vildi fá tækifæri í kosningamánuði, október, að brjálast, vekja reiðibylgju í samfélaginu. Í gær harmaði fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps að hafa misst af tækifærinu. Í kvöld er sami steinninn klappaður: af hvurju var skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt í október?

Snöktið frá Efstaleiti heyrist í hverjum landsfjórðungi. Fólk fyllist samúð yfir tapaðri  reiðibylgju RÚV og vinstriflokkanna. Eins og ávallt eru efnisatriðin aukaatriði. RÚV nennir ekki að fjalla um efni skýrslunnar, aðeins tímasetningu á útgáfu hennar. Í áróðursstríði eru efnisatriðin aukaatriði, en tímasetningar aðalatriði.

Á morgun er þriðji dagur í þjóðarsorg RÚV.


mbl.is Þykir þetta ekkert óeðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið réttlátt samfélag með landamærum

Bretar ætla að loka fyrir viðtöku óhefts straums flóttamanna til að geta búið við opið samfélag og réttlátt. Þetta er meginniðurstaða Brexit og nýrrar stefnu stjórnvalda undir forystu Íhaldsflokks Theresu May.

Réttlátt samfélag sinnir öllum þegnum samfélagsins undir formerkjum samhjálpar og samneyslu. Á móti er þess krafist að allir þegnar samfélagsins viðurkenni grunngildi þess.

Landamæri réttlætis liggja einmitt samhliða landamærum þjóðríkisins.

 


mbl.is Hlutverk ríkisins að leiðrétta óréttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit og Áfram-hópurinn

Bretar sögðu já við Brexit og húðfletta ,,sérfræðingana" sem vöruðu við hræðilegum afleiðingum þess að Bretland segði sig úr Evrópusambandinu. Bæði dálkahöfundar Telegraph, sem var fylgjandi Brexit, og Guardian, sem var á móti, taka hart á þessu fólki sem þóttist vita en vissi ekkert.

Hér heima var starfandi hópur fólks sem kallaði sig Áfram. Þetta fólk vildi að Ísland tæki á sig óreiðuslóða einkabanka, Icesave, og skuldsetti óbornar kynslóðir.

Áfram-hópurinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Viðreisn sem núna er um það bil að fá sæti í ríkisstjórn. Ólíkt hafast eyþjóðirnar að, Bretar og Íslendingar.


mbl.is Hafði rangt fyrir sér um áhrif Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband