RÚV: við vildum brjálast í október

Fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps í kvöld var um tímasetningu skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Efnislega sagði fréttin að RÚV vildi fá tækifæri í október, þegar gengið var til kosninga, að brjálast; vekja reiðibylgju í samfélaginu.

Vinstri grænir stökkva á frétt RÚV og vilja þingfund um skýrsluna. Þar mun vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar líklegast taka til máls. Sá þingmaður sagði í viðtali á RÚV, auðvitað, að Sigmundur Davíð, þáverandi forsætisráðherra, græfi undan efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar.

Nú vill svo til að Sigmundur Davíð er sá stjórnmálamaður sem við eigum helst að þakka að vera efnahagslega fullvalda þjóð. Sigmundur Davíð er aðalhvatamaðurinn að samningum við þrotabú föllnu bankanna sem tryggðu að Ísland varð ekki gjaldþrota.

Vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar er aftur á móti dóttir mannsins sem stefndi Íslandi lóðbeint í gjaldþrot með Icesave-samningunum.

Bandalag RÚV og vinstriflokkanna vekur ekki lengur reiðibylgju. Aðeins meðaumkun með fólki sem er faglega og siðferðilega gjaldþrota.


mbl.is Vill fund um eignir í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið, Sigmundur Davíð og skatturinn

Aflandseignir gefa góða fólkinu tilefni til ,,réttlátrar reiði" eins og fulltrúi þess, Þórður Snær Júlíusson orðar það. Þórður Snær gefur sér að aflandseignir séu skattaundanskot og sendir Sigmundi Davíð pillu.

En Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug, hafa greitt um 300 milljónir króna í skatta frá 2007. Ef það eru skattaundanskot að borga 300 milljónir í samneysluna þá er hvítt orðið svart.

Góða fólkið er svo upptekið af ,,réttlátri reiði" að það hirðir ekki um sannleikann. Reiðin, hvort heldur réttlát eða ekki, brenglar dómgreindina. Enda dómgreindin ekki sterkasta hlið góða fólksins.


mbl.is Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og frelsið í opnu samfélagi

Opið samfélag er þegar hver syngur með sínu nefi óáreittur. Opið samfélag er laust undan félagslegri harðstjórn, eins og John Stuart Mill orðaði það í Frelsinu á 19. öld.

Opið samfélag á í vök að verjast, segja menn á borð við George Soros, og hvetja til varna. Siðfræðingar, t.d. Peter Singer, benda á að lygafréttir, sem fá ómælda dreifingu á netinu, grafa undan tjáningarfrelsinu.

En opið samfélag fær ekki þrifist án tjáningarfrelsis, sagði einmitt Mill fyrir 150 árum.

Í Þýskalandi teflir Bernhard Pörksen fram hugtakinu ,,hneykslunarlýðræði" til að lýsa reiðibylgju, ,,shitstorm", sem samfélagsmiðlar kalla reglulega fram í nafni réttlætis, mannúðar og lýðræðis.

Þegar sérhver syngur með sínu nefi í opnu samfélagi er ekki spurt hvort sungið er falskt og ósatt eða laglínu sannleikans fylgt. Aðeins er spurt hvort takist að magna upp reiðibylgju.

Donald Trump og fylgismenn hans framkölluðu reiðibylgju sem skilaði honum embætti forseta Bandaríkjanna.

Trump er boðberi endaloka opins samfélags síðustu alda og áratuga.

Opið samfélag þolir ekki ótakmarkað frelsi.

 

 


mbl.is Herferð Rússa hafi engin áhrif haft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband