Gyðingaandúð góða fólksins

Verkfræðinemi sótti um skólavist í Kanada við virtan tækniskóla á sviði trésmíði og hönnunar. Hann fékk í fyrstu góðar viðtökur og undirbjó sig m.a. með því að kaupa sér námsgögn. En þegar ganga átti frá námsvistinni komu þessi skilaboð

vegna deilna og ólöglegra landnemabyggða á þessu landssvæði tekur skólinn ekki við umsóknum frá Ísraelum.

Verkfræðineminn er sem sagt gyðingur. Ríkisstjórn Ísraels deilir við samtök Palestínumanna um yfirráð yfir tilteknu landssvæði en verkfræðineminn á enga aðild að málinu.

Jerusalem Post segir frá samskiptum Stav Daron, verkfræðinemans, við kanadíska skólann. Góða fólkið í Kanada sagðist í tölvupósti verða að standa með siðferðilegri afstöðu sinni.

Siðferðileg afstaða góða fólksins í kanadíska skólanum er eftirfarandi: gyðingar með ísraelskt ríkisfangs eru óvelkomnir vegna deilna ísraelsku ríkisstjórnarinnar við nágranna sína.

Ef við skiptum út gyðingi fyrir múslíma og Ísrael fyrir Sýrland/Írak/Íran/Sómalíu/Líbýu/Jemen eða Súdan myndi málið vitanlega horfa allt öðru vísi við góða fólkinu.

 


mbl.is Jafngildi „stríðsyfirlýsingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump-múrinn byrjaði í Evrópu

Byrjað var að reisa girðingar í Evrópu til að hamla för flóttamanna frá Norður-Afríku, miðausturlöndum og Asíu. Sumir flóttamenn flúðu heimkynni sín vegna stríðsátaka en aðrir í von um betri lífskjör á vesturlöndum.

Evrópa var í fyrstu jákvæð gagnvart flóttamönnum en varð síðar óttasleginn yfir fjölda flóttamanna annars vegar og hins vegar vantrú á að flóttamenn myndu aðlagast vestrænum lífsháttum.

Girðingar voru reistar á Balkanskaga og Ungverjalandi. Einstök ESB-ríki ákváðu í framhaldi að auka landamæragæslu til að takmarka straum flóttamanna. Trump forseti kemur í kjölfarið og takmarkar möguleika flóttafólks að koma til Bandaríkjanna - eins og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni.

 


mbl.is ESB hefur ekki efni á að gagnrýna Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur, fegurð og sjálfstæð hugsun

Hatur og fegurð eiga það sameiginlegt að hvorug tilfinningin verður lögð á mælistiku. Hatur og fegurð eru hugarástand. Hugtakið hatursorðræða vísar í haturshugarfar sem tjáð er í orðum.

Tvær afleiðingar verða af því að gera hugsanir og tilfinningar refsiverðar. Í fyrsta lagi leiðir bannið til bældra tilfinninga. En almennt er talið að einstaklingar með bældar tilfinningar séu verr á sig komnir en hinir sem tjá tilfinningar sínar.

Í öðru lagi eru refsingar á tilfinningum viðurkenning á rétti hins opinbera, ríkisvaldsins, til að grípa inn í hugarástand fólks. Ríkisvald sem fær rétt til að stýra hugarfari einstaklinga finnur leiðir til að koma böndum á sjálfstæða hugsun. Enda augljóst að sjálfstæð hugsun er miklu hættulegri en allt heimsins hatur. Sjálfstæð hugsun afhjúpaði nekt valdsins, eins og sagði í ævintýrinu.

 


mbl.is Tvö sakfelld fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband