Verðum ekki ógæfuþjóð - Grænlendingar eru vinir okkar

Grænlendingar eru vinir okkar og hafa alltaf verið. Í rannsókn er sakamál sem er þyngra en tárum taki.

En sakamálið tengist einstaklingum og er ekki til marks um hver við eða Grænlendingar erum sem þjóðir.

Verðum ekki ógæfuþjóð sem yfirfærir sekt eða sakleysi einstaklinga yfir á heilar þjóðir.


mbl.is Grænlendingar mæti óvild hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldskapur í einkalífi og einkalíf i skáldskap

Einkalíf æ fleiri er skáldskapur á samfélagsmiðlum. Fólk birtir myndir af sér og lýsir aldeilis frábærum augnablikum í lífi sínu. Lesendur/áhorfendur trúa að augnablikið sé sannleikurinn um líf viðkomandi. Og fyllast leiða yfir sínu lífi í grámyglunni.

Samhliða þessari þróun eru deilur í fjölmiðlum um að rithöfundar nýti sér einkalíf fólks til að skrifa skáldverk.

Við búum sem sagt á tímum þar sem einkalíf er skáldskapur og skáldskapur einkalíf. Engin furða að áleitnasta viðfangsefni samfélagsrýna og heimspekinga er staðleysuveruleiki. New York Times segir okkur þyrsta í skáldskap klæðskerasaumaðs sannleika þar sem satt og ósatt skiptir ekki máli. Við trúum augnablikinu, engu öðru.  


Sælir eru einfaldir

Gáfur eru mannkostur en alls ekki sá eini. Heiðarleiki, iðni, hófsemi og hugrekki eru mannkostir sem hafa ekkert með gáfur að gera.

Gáfur leiða menn oft í ógöngur. Skólastrákar um alla Evrópu flykktust í herinn sumarið 1914 til að stríða á meðan bændafólk sinnti uppskerunni sátt við lífið og tilveruna. Gamalli konu á Íslandi, óskólagenginni, varð að orði þetta sumar; 'það er ég viss um að þeir hætta ekki þessari vitleysu fyrr en þeir drepa einhvern.' Og þeir dóu nokkrir á Flandri og við Somme og Verdun árin 1914 - 1918. Ekki síst vegna gáfumenna sem fundu upp bráðsnjallt tæki, vélbyssuna.

Ef gáfum hnignar er það kannski til marks um að við þurfum ekki á þeim að halda. Í sögunni var hyggjvitið alltaf í askana látið. Tvísýnna er með bókvitið.


mbl.is Greindarvísitala lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningar ESB og kalt mat

Stærsta verkefni Evrópusambandsins, evran, var byggt á tilfinningu en ekki staðreyndum eða efnahagslegum rökum. Tilfinningin var sú að einn gjaldmiðill myndi þvinga fram pólitískan samruna ESB-þjóða í eitt ríki Stór-Evrópu.

Frá upphafi stóðu Bretar utan evrunnar. Kalt mat Breta var að evran væri áhætta sem ekki borgaði sig að taka. Ákvörðun um evruna var tekin fyrir aldarfjórðungi og henni var hleypt af stokkunum sem gjaldmiðli Evrópusambandsins um aldamótin.

Reynslan sýnir að evran var mistök. Hún virkaði í sjö góðærisár, fram að kreppunni 2008, en varð öllum öðrum en Þjóðverjum dýrkeypt eftir það.

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, var formlega ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu síðast liðið sumar. En drögin að úrsögninni voru skrifuð þegar um aldamótin, þegar Bretar höfnuðu aðild að evrunni.

Vegna evrunnar og úrsagnar Breta er Evrópusambandið með særðar tilfinningar. Kalt og yfirvegað mat á aðstæðum er þeim ofviða sem er í tilfinningalegu uppnámi.


mbl.is „Þurfum að komast framhjá tilfinningunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband