Austfirski kommúnisminn er rauðklædd fjallkona

Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið réðu ferðinni á Norðfirði. Neskaupstaður var  rauði bærinn. Stærsta fyrirtækið í bænum, Síldarvinnslan, er stofnuð af bæjarbúum fyrir meira en hálfri öld og samvinnufélagi útgerðarmanna.

Mesti leiðtoginn sem rauði bærinn ól af sér var Lúðvík Jósepsson er varð formaður Alþýðubandalagsins. Lúðvík var einarður þjóðernissinni og baráttumaður bættra lífskjara alþýðunnar. Hann var sjávarútvegsráðherrann sem hóf þorskastríðin við heimsveldið Bretland á síðustu öld þegar hann færði einhliða út landhelgina í 12 mílur árið 1958.

Austfirski kommúnisminn er lókalútfærsla á rétti alþýðu manna til kosta og gæða landsins og fiskimiðanna. Rauðklædd fjallkona væri tákn við hæfi. Þangað til að hún kemur fram er sovétfáni Einars Más vel brúklegur.


mbl.is Kommablótið haldið í 51. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit-Trump byltingin og símtalið við Pútín

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, og valdataka Trump í Bandaríkjunum marka tímamót í alþjóðasamfélaginu. Sumir, t.d. Richard N. Haass, sækja samanburð til Vestfalíufriðarins á 17. öld í því skyni að útskýra stöðu alþjóðamála.

Alþjóðasinnar eins og Haass telja yfirþjóðlegt yfirvald nauðsynlegt til að leysa knýjandi vanda sem í eðli sínu er hnattrænn. En Brexit og Trump standa fyrir sterka þjóðríki og hafna yfirþjóðlegu valdi.

Enn er alltof snemmt að segja hvert útfallið af Brexit-Trump byltingunni verður. Hitt er víst að alþjóðahyggja síðustu áratuga er komin á endastöð. Fjölþjóðabandalög eins og Evrópusambandið tapa slagkrafti sínum og þjóðríkið styrkist.

Bandaríkin og Bretland eru á hinn bóginn ekki í stakk búin að leiða fram nýtt kerfi alþjóðasamskipta. Meira þarf til. Prófsteinn á hve róttæk Brexit-Trump byltingin verður eru samskiptin við Rússland. Í dag tala forsetarnir Trump og Pútín Rússlandsforseti saman í síma. Það símtal gæti gefið vísbendingum það sem koma skal.

Ef Bandaríkin og Rússland friðmælast og taka upp nýja siði er kominn vísir að bandalagi sem gæti breytt alþjóðastjórnmálum varanlega.


mbl.is „Frjálst og óháð Bretland mikil gæfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt heilbrigðiskerfi er tvöfalt siðferði

Jafn réttur allra Íslendinga til heilbrigðisþjónustu er ekki pólitískt mál heldur siðferðislegt. Það er hluti af sjálfsímynd okkar sem þjóðar að efnafólk kaupi sér ekki forgang að þessum lífsgæðum umfram almenning.

Heilbrigðisþjónusta er rekin með almannafé. Einkarekin þjónusta á þessu sviði er annað hvort niðurgreidd beint með almannafé, svipað og svokallaðir ,,einkaskólar", eða óbeint með því að læknar á ríkislaunum vinna aðalstarfið á einkasjúkrahúsi. Þetta yrði ríkisrekinn ójöfnuður.

Tvöfalt heilbrigðiskerfi veit á tvöfalt siðferði. Ríkisvaldið á ekki að stuðla að tvöföldu siðferði meðal þjóðarinnar. Ríkisvald sem þannig starfar tapar siðferðislegu lögmæti. Og það er miklu verra en að tapa pólitískri tiltrú.


mbl.is „Skammsýni“ að semja við Klíníkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband