Össur talar um allt - nema tap Samfylkingar

Fyrsti formaður Samfylkingar og ráðherra til margra ára, Össur Skarphéðinsson, kennir Vinstri grænum um að smáflokkastjórnin varð ekki að veruleika. Hann ræðir um lífsmöguleika nýrrar stjórnar, efnahagshorfurnar og samvinnu stjórnarandstöðunnar.

En Össur segir ekki eitt aukatekið orð um flokkinn sem árið 2009 fékk 30 prósent fylgi en aðeins 5,7 prósent stuðning í nýafstöðnum þingkosningunum.

Össur sem innanbúðarmaður gæti veitt innsýn í hroðalega stöðu Samfylkingar. En Össur segir pass um það sem hann þekkir best - en er gjöfull á það sem hann veit minna um. Erindi Össurar í pólitíska umræðu ávallt að láta gott af sér leiða. Eins og dæmin sanna.


mbl.is VG geti sjálfum sér um kennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn í uppreisn gegn ESB-stjórn

Sjálfstæðismenn, t.d. Elliði Vignisson og Gunnlaugur Snær Ólafsson, eru fjarri því ánægðir með stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn/Bjarta framtíð. Björn Bjarnason er einnig fullur efasemda.

Viðreisn/Björt framtíð er flokkur ESB-sinna. Ísland er ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Bæði vegna aðstæðna hér heima, þar sem staðfastur meirihluti í sjö ár er á móti aðild, og ekki síður vegna uppdráttarsýkinnar í ESB, sbr. Brexit og evru-vanda.

Aðeins það eitt að ámálga ESB-aðild ætti að vera frágangssök í stjórnarmyndunarviðræðum.


mbl.is „Muni ganga í þetta sinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason afhjúpar fals Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra kann að lesa í stjórnmálin. Hann tekur fyrir fjölmiðlafléttu Benedikts formanns Viðreisnar:

Greinilegt er af lestri Fréttablaðsins i dag að stuðningsmenn pólitíska tvíhöfðans, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, hafa leikið í blaðið efni sem þeir telja hagstætt fyrir sig í viðræðunum sem hefjast formlega í dag undir forystu Bjarna Benediktssonar eftir að forseti Íslands fól honum öðru sinni föstudaginn 30. desember að reyna stjórnarmyndun.

og

Þetta lofar ekki góðu um andrúmsloft í samstarfi flokka með aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi. Minna æfingarnar dálítið á það sem gerðist fyrir kosningar 1995 og varð til þess að Davíð Oddsson treysti sér ekki til að vinna áfram með Alþýðuflokknum (með eins atkvæðis meirihluta) og hóf farsælt samstarf við Framsóknarflokkinn sem stóð til 2007.

Sjálfstæðismenn vita af reynslu að fyrrum samflokksmaður þeirra, formaður Viðreisnar, talar með tungum tveim og sitt með hvorri.


mbl.is Lærir margt með því að lesa blöðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg og Framsókn betri kostur Sjálfstæðisflokks

Miðjustjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks er betri kostur en hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þrjár ástæður eru fyrir því.

Miðjustjórnin yrði með báða vængi pólitíska litrófsins innanborðs. Vinstri grænir eru ásamt Sjálfstæðisflokknum sigurvegarar kosninganna og eiga sterkt pólitískt tilkall til stjórnarsetu.

Í þriðja og síðasta lagi er það sem mest er um vert: miðjustjórnin skapar jafnvægi milli hagsmuna landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem hægristjórnin gerir alls ekki.


mbl.is Framsókn og VG vilja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband