Taphrina vinstrimanna er endalaus

Vinstriflokkar í Evrópu og frjálslyndir í Bandaríkjunum eru í samfelldri niðursveiflu. Á fáum mánuðum tapa vinstrimenn og frjálslyndir forseta- þing- og héraðskosningum í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi. Í sumar tapa þeir þingkosningum Bretlandi, spurningin er aðeins hve stórt tapið verður.

Héraðskosningarnar í Norður-Rín Vestfalíu í Þýskalandi boðar tap vinstriflokka í þingkosningunum í haust.

Sigurvegarar í vestrænum ríkjum síðustu misseri eru ýmist hófsammir mið- og hægriflokkar (Holland, Frakkland, Þýskaland, Bretland) eða lýðhyggjumenn eins og Trump í Bandaríkjunum.

Mið- og hægriflokkar eru í stakk búnir að svara áhyggjum almennings vegna alþjóðavæðingar, efnahagslegu misrétti og flóttamannavanda. Í þessum málaflokkum eru vinstriflokkar úti á þekju.


mbl.is Flokkur Merkel með mikilvægan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðurinn og valdakerfið

Lýðurinn hafnaði valdakerfinu í Brexit-kosningunum síðast liðið sumar og aftur þegar Trump varð forseti í haust. Macro forseti Frakklands er kynntur sem andspyrna gegn lýðvæðingu vestrænna stjórnmála.

Macron er beggja blands. Hann sem einstaklingur er afurð valdakerfisins. En hann sigraði frönsku forsetakosningarnar eftir að hann stofnaði nýja stjórnmálahreyfingu sem er í uppreisn gegn flokkakerfinu.

Lýðvæðing vestrænna stjórnmála, stundum kölluð popúlismi, sækir afl sitt í andstöðu við alþjóðavæðingu og aukið efnahagslegt misrétti á vesturlöndum.

Verkefni Macron, segir innvígður ESB-sinni, er að skera upp herör gegn spillingu í franska valdakerfinu annars vegar og hins vegar fá Þjóðverja í lið með sér að láta Evrópusambandið virka í samvinnu við Þjóðverja, sem eiga að borga brúsann.

Lýðurinn er óþolinmóður og Macron er enginn byltingarmaður. Forsetatíð Macron verður þyrnum stráð.


mbl.is Macron nýr forseti Frakklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið og réttlát laun

Undir forystu Theresu May er breski Íhaldsflokkurinn orðinn hlynntur opinberum afskiptum af launakerfi fyrirtækja og aðkomu starfsfólks að æðstu stjórn. Ein aðferð við að gera laun forstjóra gegnsærri er launavísitala/jafnlaunavísitala.

Breskir forstjórar þéna 129 sinnu meira en meðallaunþeginn (sá bandaríski 335 sinnum meira).

Vísitala sem mælir kaup æðstu stjórnenda gerir samanburð marktækari og gæti gert launakerfi sanngjarnara, eins og áður hefur verið bent á í þessu bloggi.

Íhaldsmenn í Bretlandi eru sumir hverjir ekki alltof áhugasamir um opinber inngrip í launakerfi fyrirtækja. Markaðurinn á að sjá um að allir fái það sem þeim ber, er viðkvæðið.

En tilfellið er að ,,markaðurinn", sem er meira hugtak en veruleiki, skilar þeim á toppnum ávallt meira en þeim sem sitja á botninum. Markaðurinn er hvorki ósýnileg hönd né náttúrlögmál heldur mannlegar ákvarðanir. Og breyskar eftir því.


mbl.is Íhaldið vinsælla á meðal verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi og Framsókn: haltur leiðir blindan

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segist leiður yfir fylgisleysi flokksins. Lái honum hver sem vill. Framsókn fékk í haust sína lélegustu kosningu í 100 ára sögu flokksins. Framsókn er tíu prósent flokkur undir forystu Sigurðar Inga.

Mistök Framsóknar og Sigurðar Inga voru atlagan að Sigmundi Davíð formanni kortéri fyrir kosningar. Sigmundur Davíð gerði Framsókn að stærsta flokki landsins kosningarnar 2013 og sem forsætisráðherra sigldi hann þjóðarskútunni í höfn eftir hamfarir hrunsins.

Dómgreind Framsóknar, eða litlu klíkunnar sem virðist öllu ráða þar, og Sigurðar Inga bilaði vegna þess að RÚV gerði Sigmund Davíð að skotmarki. Sigurður Ingi var frambjóðandi RÚV til formennsku. En RÚV skaffar hvorki stefnumál né atkvæði.

Ef Sigurður Ingi meinar það sem hann segir ætti hann að stíga til hliðar og hleypa stjórnmálaaflinu Sigmundi Davíð að stjórn flokksskútunnar.


Sósíalismi og alþjóðahyggja - Samfylking og Vinstri grænir

Staðan á vinstri væng stjórnmálanna eftir síðustu kosningar er að Vinstri grænir eru 15 prósent flokkur en Samfylkingin 6 prósent flokkur. Píratar, sem ekki er dæmigerður vinstriflokkur og tímabundið fyrirbrigði, liggur þar á milli.

Eftir kosningar er lítil umræða meðal vinstrimanna um stöðu mála. Í vor er það helst að frétta að Sósíalistaflokkur var stofnaður. Einkaflipp kveikir ekki í glæðum vinstrimenna.

Vinstriflokkar Evrópu eru vanda. Hvort heldur sé litið til Frakklands, Bretlands, Hollands eða Þýskalands eru flokkar með sósíalíska arfleifð í vörn.

Alþjóðahyggja er sögulegur rauður þráður sósíalismans. Karl Marx boðaði að öreigar allra landa skyldu sameinast. Móðurland sósíalismans árabilið 1921 til 1991 var Sovétríkin. Öflugir flokkar sósíalista/kommúnista í Frakklandi og Ítalíu áttu sovétið sem bakland.

Eftir fall Sovétríkjanna varð Evrópusambandið holdgervingur alþjóðahyggju sósíalista. Um tíma, í kringum aldamótin, virtist ESB stefna að Stór-Evrópu með sameiginlegan gjaldmiðil og sambandsríki.

Vandræði evrunnar eftir 2008 og Brexit í fyrra setja varanlegt strik í reikninginn. Ef ESB lifir af hremmingarnar verður það í smækkuðu formi. Annað tveggja mun hluti ESB-ríkjanna, t.d. þau sem nota evru, dýpka samstarfið eða að sambandið fletjist út í laustengdara viðskiptabandalag.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig., eina hreina vinstristjórn lýðveldisins, veðjaði stórt á Evrópusmbandið með umsókninni 16. júlí 2009. Það veðmál tapaðist, umsóknin steytti á skeri áramótin 2012/2013. Í tvennum þingkosningum eftir strand alþjóðavæðingar íslenskra vinstrimanna tapa þeir stórt, fara úr samtals 50 prósent fylgi 2009 niður í 20 prósent 2016.

Samfylkingin tapaði mun meira fylgi en Vinstri grænir. Í Vinstri grænum var stuðningur við alþjóðahyggju Samfylkingar, þ.e. ESB-umsóknina, hálfvolgur í besta falli. Arfur Vinstri grænna er þjóðernissósíalískur, byggir m.a. á andstöðu við Nató og varðstöðu um íslenska menningu. Samfylkingin er í ætt við dæmigerða sósíaldemókrata á Norðurlöndum sem eru yfirleitt ESB-sinnaðir.

Engin umræða er á milli Samfylkingar og Vinstri grænna um sameiningu. Misheppnaða ríkisstjórn Jóhönnu Sig. breikkaði bilið milli þeirra. Fáir samnefnarar eru í erfðamengi flokkanna og engar stórar hugmyndir frá útlöndum koma þeim til bjargar.

Vinstri vængurinn í íslenskum stjórnmálum er brotinn. Sósíalísk alþjóðahyggja er munaðarlaus í Evrópu. Í fyrirsjáanlegri framtíð eru það mið- og hægriflokkar sem eiga sviðið í íslenskum stjórnmálum.


Múlímar sækja trúarhatrið í Kóraninn

Trúarsannfæring múslíma er á miðaldastigi. Þeir trúa að guð hafi talað til spámannsins Múhameðs á ármiðöldum. Ólæs og óskrifandi Múhameð lagði guðs orð á minnið og fylgjendur skrifuðu upp boðskapinn í bók sem varð Kóraninn.

Í Kóraninum eru margar vísanir í hatur Allah á gyðingum og kristnum.

 

Einu sinni var kristni bókstafstrú og var leiðsögn fyrir pólitísk yfirvöld. Vestræn veraldarhyggja, sem óx fram á nýöld, breytti kristni úr pólitískri trú í einkamál hvers og eins. Menn máttu trúa hverju þeir vildu en urðu að haga sér almennilega á opinberum vettvangi, í samræmi við veraldleg lög byggðum á mannréttindum.

Trúarmenning múslíma fór á mis við upplýsinguna. Upp til hópa trúa múslímar að trúarlög þeirra, sharía, skuli gilda i samfélaginu. Í sharía er m.a. kveðið á um dauðadóm yfir einstaklingum sem snúa baki við Allah.

Á meðan múslímar búa í trúarheimi miðalda eru þeir ekki húsum hæfir á vesturlöndum. 


mbl.is Danskur imam hvetur til drápa á gyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Stjórnmálaafl dregur til sín umræðuna eins og segull. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kveikir umræðu hvort sem hann mætir á fundi eða ekki. Ef Sigmundur Davíð mætir ekki á fund er fjarvera hans mikilvægari en viðvera annarra.

Allt frá Forn-Grikkjum glíma menn við að skilgreina persónbundin stjórnmálaöfl. Í samræðunni Menón segir meistari hugtakanna, Sókrates, að engin leið sé að skilgreina Sigmunda Davíða þessa heims, nema með hugmyndinni um náðargáfu. Eðli þeirrar gáfu er að menn vinna ekki til hennar, þeir einfaldlega hafa hana.

Náðargáfa einstaklinga veldur ókyrrð og ólund í litlum sálum. Litlu sálirnar guma af því að hafa verið á fundum sem enginn vissi að hefðu verið haldnir, - nema fyrir þær sakir að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur.


mbl.is „Alltaf til í þann samanburð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utan ESB eru fiskimiðin tryggð

Bretar fórnuðu fiskveiðalögsögu sinni til Evrópusambandsins þegar þeir urðu ESB-ríki fyrir 44 árum. Embættismenn í Brussel ákveða hverjir megi veiða hvað í breskri lögsögu - og það sama gildir um öll önnur ESB-ríki.

Eftir Brexit fá Bretar á ný yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni og geta sett þær reglur sem þeir kjósa.

ESB-sinnar á Íslandi vilja ekki skilja þetta grundvallaratriði.


mbl.is Ráðin yfir lögsögunni endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrásin frá Mars - og Pútín

Tveir öflugir hópar í Bandaríkjunum, kaldastríðshægrimenn og frjálslyndir, eru sannfærðir um að Pútín og Rússland séu um það bil að yfirtaka Washington. Þetta er sama gerð af fólki og trúði 1938 að Marsbúar stæðu fyrir innrás í Bandaríkin.

Hópar sem hafna móðursýkinni eru vinstrimenn, t.d. Stephen F. Cohen, og þjóðræknir íhaldsmenn sem gefa út National Interest.

Kaldastríðshægrið og frjálslyndir stjórna umræðunni enda selst móðursýki alltaf betur en yfirvegun. 


mbl.is Vildi ráða fleiri í Rússa-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðkapítalismi, nýsósíalismi og ESB

Tveir pólar vestrænnar hugmyndafræði síðustu hundrað árin eru kapítalismi og sósíalismi. Rússneska byltingin fyrir sléttri öld bauð upp á valkost við kapítalisma sem ríkjandi hugmyndafræði.

Fall Sovétríkjanna 1991 virtist rothögg á sósíalismann. Síðkapítalismi átti sviðið; Bergsveinn Birgisson skrifar upp einkenni hans í Kjarnanum. En þótt sósíalisminn liggi eins og hráviði um víða veröld, frá Venúsela til Norður-Kóreu, er hann hvergi nærri dauður úr öllum æðum.

Bernie Sanders gerði gott mót í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum á sósíalískum forsendum. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi kynnir nýsósíalíska stefnuskrá fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Þar er meðal annars að finna þjóðnýtingu og fleira fínerí frá dögum Leníns og Stalíns.

Evrópusambandið var stofnað til að vera aflvaki nýrrar hugmyndafræði um yfirþjóðlegt vald annars vegar og hins vegar samfélagsskipunar þvert á pólana tvo, kapítalisma og sósíalisma.

Kosningasigur Macron í Frakklandi leysir úr viðjum hugmyndir um Stór-Evrópu þeirra þjóðríkja sem nota evru sem gjaldmiðil. Ráðandi maður í þýskum stjórnmálum, Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra, segist hlynntur stefnu um sameiginleg fjárlög evru-ríkja og sameiginlegt fjárlagavald í nýju sambandsþingi evrulanda.

Stór-Evrópa evrulandanna yrði himnaríki síðkapítalísks nýsósíalisma þar sem stórkapítalið réði ferðinni í efnahagsmálum en skriffinnar í Brussel stjórnuðu daglegu lífi fólks. Hreint helvíti á jörðu.


mbl.is Sósíalistaflokkurinn kominn að fótum fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband