Frjálslyndur fasismi; stimplar hófsama sem öfgamenn

Maajid Nawaz er hófsamur múslími, jú, ţeir finnast, sem vill siđbćta múslímatrú og ná henni úr höndum ofstćkismanna er myrđa mann og annan í nafni trúarinnar. Nawas setti saman bók međ ţekktum guđleysingja og frjálslyndum í ţokkabót, SamHarris.

En nú bregđur svo viđ ađ frjálslynd samtök í Bandaríkjunum hafa sett Nawas á lista yfir öfgamenn er berjast gegn múslímatrú (sem vćntanlega er ţá hin prýđilegasta í höndum herskárra múslíma). Nawas veit ekki hvađan á sig stendur veđriđ og skrifar langa grein um ofsóknir frjálslyndra gagnvart hófsömum.

Nawas er ekki sá eini sem ber sig illa undan frjálslyndum fasisma. Fjölmiđlamađurinn Fareed Zakaria, hófsamur miđjumađur múslímskrar ćttar, kvartar undan ofstopa frjálslyndra gegn frjálsri orđrćđu.

Frjálslyndi fasisminn ţolir ađeins eina skođun. Frjálslyndir fasistar eru ţar í sama bát og herskáir múslímar. Ef ţađ kćmi til ţess ađ hóparnir yrđu einir á báti er hćtt viđ ađ ţeir múslímsku myndu varpa frjálslyndum fyrir borđ enda ţola sanntrúađir ekki frjálslyndar skođanir eins og kynjajafnrétti, samkynhneigđ, trúfrelsi og önnur vestrćn mannréttindi. En frjálslyndum er ekki gefin spektin ađ skilja ţessa hluti.


Jón Ásgeir og heiđarleikinn

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur viđ sögu í nokkrum hrunmálum og var dćmdur sekur í sumum. Ţá er Jón Ásgeir rauđur ţráđur í hrunskýrslu alţingis.

Í dómsmálum, opinberum rannsóknum og almennri umrćđu eru Jón Ásgeir og heiđarleikinn eins fjarri og norđurpólinn suđurskautinu.

Ađeins heiđarlegir menn geta á von á ţví ađ Jón Ásgeir saki ţá um óheiđarleika.


mbl.is Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump og Pútín hćttulegri en Ríki íslams

Kaldastríđshaukurinn og fyrrum forsetaframbjóđandi í Bandaríkjunum, John McCain, segir Pútín Rússlandsforseta meiri ógn viđ Bandaríkin en Ríki íslams. Ţýskir stjórnmálamenn segja Trump ógna viđ heimsfriđinn, međ ţví ađ selja vopn til Sádí-Arabíu, og jafnframt ađ sitjandi forseti Bandaríkjanna grafi undan lífi á jörđinni međ andstöđu viđ sáttmála gegn loftslagsbreytingum.

Trump, eins og ţeir vita sem fylgjast međ fréttum, er sakađur um ađ vera handbendi Pútíns Rússlandsforseta, sem á ađ hafa blandađ sér í bandarísku forsetakosningarnar síđast liđiđ haust og nánast tryggđi Trump embćttiđ.

Af ofanrituđu má ljóst vera ađ leiđandi öfl vestrćnna ríkja vita ekki í hvorn fótinn ţau eiga ađ stíga. Gömul bandalög eru í uppnámi, t.d. milli Bandaríkjanna og Evrópu. Óljóst er hvort sé verra herskáir múslímar eđa ađ Pútín sé forseti í Rússlandi.

Grundvallarágreiningur er um greiningu á stöđu alţjóđamála og ekkert samkomulag er um mat á öryggishagsmunum. Og aukast ţá heldur vandrćđin, eins og kerlingin sagđi.


mbl.is Segir Trump veikja Vesturveldin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband