RÚV: Sigurður Ingi bjóddu þig fram, gerðu það

Fréttamaður RÚV nánast grátbað Sigurð Inga að bjóða sig fram gegn formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð. RÚV vísaði í ónafngreinda heimildamenn í Framsókn sem lofuðu Sigurði Inga stuðningi. Ónafngreindur stuðningur er harla lítils virði innanflokks, nema þegar RÚV endurvarpar þeim stuðningi á öldum ljósvakans.

RÚV er í herför gegn Sigmundi Davíð. Mælikvarðinn á það hvort herförin heppnast er hvort tekst að hrekja Sigmund Davíð úr stjórnmálum eða ekki. RÚV hannar fréttir af Framsókn til að gera formanninn tortryggilegan.

Í síðustu viku var Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra formannskandídat RÚV í Framsóknarflokkum og þá var Sigurður Ingi kallaður fitubolla af fréttamanni RÚV. Ein vika í pólitík er langur tími og sú síðasta sýndi Eygló pólitískan liðlétting. RÚV flutti óðara stuðning sinn yfir á Sigurð Inga; nú fær hann rauða teppið og drottningarviðtöl á Efstaleiti.

Fyrirsögnin á pólitískri viku Sigurðar Inga er þessi: Frá uppnefni til frægðar - allt í boði RÚV.

 


mbl.is „Þetta var hreinskiptinn fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Andstæðingar Framsóknarflokksins þrá ekkert heitar en að Sigmundur leiði flokkinn Páll.. Held að þitt pólitíska nef sé með kvef

Jón Bjarni, 11.9.2016 kl. 10:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Jón þetta er hárrétt stef,hjá Páli...

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2016 kl. 11:32

3 Smámynd: Jón Bjarni

Mikið ofboðslega hlýtur það að vera erfitt líf að sjá samsæri í hverju horni -komast ekki í gegnum daginn án þess að ætla einhverjum að vera hafa rangt við. Hvernig verður maður svona?

Jón Bjarni, 11.9.2016 kl. 11:54

4 Smámynd: Jón Bjarni

Og Helga, heldur þú í alvöru að Framsóknarflokkurinn sé líklegur til afreka með Sigmund í brúnni?

Jón Bjarni, 11.9.2016 kl. 11:55

5 Smámynd: Haukur Árnason

Jón Bjarni, Það er spurningin um líf Framsókarflokksins, hvort Sigmundur verður áfram formaður.  Ef ekki, þá er flokkurinn búinn að vera sem stjórnmálaafl.  Það er bara þannig.

Haukur Árnason, 11.9.2016 kl. 12:57

6 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammál Páli og lika Hauk Arnasyni her að ofan  ,ef framsókn ætlar að hafna  SDG þá getur sa flokkur hallað ser ! .Eins og Rúvarar stefna að og hafa gert s.l ár !og trúi ekki fyrr en eg tek á að slikt gerist ?

rhansen, 11.9.2016 kl. 15:13

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég færi þakkir til höfundar með að ná að koma böndum á starfsfólk RÚV með að njóta þeirra mannréttinda að tjá sig á samfélagsmiðlunum, þá færi ég spurningu til höfundar (sem hann mun sannarlega ekki svara..) en spurningin er þá þessi: Svein­björn Eyj­ólfs­son sem býður sig nú til formanns flokks höfundar, og hefur haft þessi orð uppi um SDG "Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son sveik fyrst og fremst sjálf­an sig þegar hann upp­lýsti ekki um af­l­and­seign­ir eig­in­konu sinn­ar" , metur höfundur að þessi Sveinbjörn sé þá líka hluti af plotti Fréttastofu RÚV við að ryðja SDG frá ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.9.2016 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband