Lýðurinn og valdakerfið

Lýðurinn hafnaði valdakerfinu í Brexit-kosningunum síðast liðið sumar og aftur þegar Trump varð forseti í haust. Macro forseti Frakklands er kynntur sem andspyrna gegn lýðvæðingu vestrænna stjórnmála.

Macron er beggja blands. Hann sem einstaklingur er afurð valdakerfisins. En hann sigraði frönsku forsetakosningarnar eftir að hann stofnaði nýja stjórnmálahreyfingu sem er í uppreisn gegn flokkakerfinu.

Lýðvæðing vestrænna stjórnmála, stundum kölluð popúlismi, sækir afl sitt í andstöðu við alþjóðavæðingu og aukið efnahagslegt misrétti á vesturlöndum.

Verkefni Macron, segir innvígður ESB-sinni, er að skera upp herör gegn spillingu í franska valdakerfinu annars vegar og hins vegar fá Þjóðverja í lið með sér að láta Evrópusambandið virka í samvinnu við Þjóðverja, sem eiga að borga brúsann.

Lýðurinn er óþolinmóður og Macron er enginn byltingarmaður. Forsetatíð Macron verður þyrnum stráð.


mbl.is Macron nýr forseti Frakklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið og réttlát laun

Undir forystu Theresu May er breski Íhaldsflokkurinn orðinn hlynntur opinberum afskiptum af launakerfi fyrirtækja og aðkomu starfsfólks að æðstu stjórn. Ein aðferð við að gera laun forstjóra gegnsærri er launavísitala/jafnlaunavísitala.

Breskir forstjórar þéna 129 sinnu meira en meðallaunþeginn (sá bandaríski 335 sinnum meira).

Vísitala sem mælir kaup æðstu stjórnenda gerir samanburð marktækari og gæti gert launakerfi sanngjarnara, eins og áður hefur verið bent á í þessu bloggi.

Íhaldsmenn í Bretlandi eru sumir hverjir ekki alltof áhugasamir um opinber inngrip í launakerfi fyrirtækja. Markaðurinn á að sjá um að allir fái það sem þeim ber, er viðkvæðið.

En tilfellið er að ,,markaðurinn", sem er meira hugtak en veruleiki, skilar þeim á toppnum ávallt meira en þeim sem sitja á botninum. Markaðurinn er hvorki ósýnileg hönd né náttúrlögmál heldur mannlegar ákvarðanir. Og breyskar eftir því.


mbl.is Íhaldið vinsælla á meðal verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband