Núllvextir og alþjóðavæðing auka ójöfnuð

Eftir fjármálakreppuna 2008 reyndu stærstu seðlabankar heims að halda atvinnulífinu gangandi með núllvöxtum og peningaprentun. Í meginatriðum tókst að koma í veg fyrir að fjármálakreppan yrði að efnahagskreppu með atvinnuleysi og samdrætti.

En sá galli fylgdi gjöf Njarðar að núllvextir og peningaprentun juku ójöfnuð á vesturlöndum, sem þegar var hafin undir merkjum alþjóðavæðingar.

Vaxandi ójöfnuði fylgja pólitískar hamfarir. Frjálslyndir vinstriflokkar víðast á vesturlöndum eru meira og minna í rúst. Trump sigraði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum undir merkjum andstöðu við alþjóðavæðingu. Brexit er önnur afleiðing.

Það verða ekki frjálslyndir og vinstrimenn sem munu bæta ójöfnuð síðustu áratuga. Þeir seldu sig alþjóðavæðingunni fyrir löngu. Önnur pólitísk öfl eru í framsókn.

 


mbl.is Hinir ríkustu verða ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðavæðing, jöfnuður og hagvöxtur: Framsókn í dauðafæri

Stórkanónur hagfræðinnar, t.d. Joseph Stiglitz, endurskoða viðteknar hagfræðikenningar í ljósi pólitískrar þróunar síðustu ára og áratuga. Til skamms tíma var alþjóðavæðing trúarsetning í hagfræðibókmenntum. Önnur trúarsetning var að jöfnuður hamlaði hagvexti.

Vegna trúarsetninganna óx ójöfnuður í mörgum vestrænum ríkjum. Úr þessum jarðvegi spratt andúð á alþjóðahyggju, sem leiddi til sigurs Trump í Bandaríkjunum, Brexit og uppgangs stjórnmálamanna eins og Le Pen í Frakklandi.

Vinstrimenn og frjálslyndir töpuðu mest á framgangi Trumpara á vesturlöndum. Sósíaldemókratar ánetjuðust alþjóðahyggju Evrópusambandsins; frelsi fjármagns var tekið umfram jöfnuð.

Stiglitz er í uppreisn gegn viðteknum hagkenningum. Hann andmælir að jöfnuður hamli hagvexti, segir þvert á móti að jöfnuður örvi hagvöxt og vísar til Norðurlandanna. Óheft alþjóðavæðing skili ójöfnuði og þess vegna þurfi að koma böndum á hana - en frjáls alþjóðaverslun sé forsenda framfara. Stefna Trumpara muni ganga af henni dauðri.

Heimfært upp á Ísland er endurskoðun Stiglitz á hagkenningum vatn á myllu Framsóknarflokksins umfram aðra. Sígilda Framsókn stígur varlega til jarðar í alþjóðavæðingu, er hlynnt jöfnuði og vill skapa réttar forsendur fyrir hagvöxt.

En Framsókn þarf vitanlega foringja til að nýta sér dauðafærið.


Bloggfærslur 7. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband