Múlímar sækja trúarhatrið í Kóraninn

Trúarsannfæring múslíma er á miðaldastigi. Þeir trúa að guð hafi talað til spámannsins Múhameðs á ármiðöldum. Ólæs og óskrifandi Múhameð lagði guðs orð á minnið og fylgjendur skrifuðu upp boðskapinn í bók sem varð Kóraninn.

Í Kóraninum eru margar vísanir í hatur Allah á gyðingum og kristnum.

 

Einu sinni var kristni bókstafstrú og var leiðsögn fyrir pólitísk yfirvöld. Vestræn veraldarhyggja, sem óx fram á nýöld, breytti kristni úr pólitískri trú í einkamál hvers og eins. Menn máttu trúa hverju þeir vildu en urðu að haga sér almennilega á opinberum vettvangi, í samræmi við veraldleg lög byggðum á mannréttindum.

Trúarmenning múslíma fór á mis við upplýsinguna. Upp til hópa trúa múslímar að trúarlög þeirra, sharía, skuli gilda i samfélaginu. Í sharía er m.a. kveðið á um dauðadóm yfir einstaklingum sem snúa baki við Allah.

Á meðan múslímar búa í trúarheimi miðalda eru þeir ekki húsum hæfir á vesturlöndum. 


mbl.is Danskur imam hvetur til drápa á gyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Stjórnmálaafl dregur til sín umræðuna eins og segull. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kveikir umræðu hvort sem hann mætir á fundi eða ekki. Ef Sigmundur Davíð mætir ekki á fund er fjarvera hans mikilvægari en viðvera annarra.

Allt frá Forn-Grikkjum glíma menn við að skilgreina persónbundin stjórnmálaöfl. Í samræðunni Menón segir meistari hugtakanna, Sókrates, að engin leið sé að skilgreina Sigmunda Davíða þessa heims, nema með hugmyndinni um náðargáfu. Eðli þeirrar gáfu er að menn vinna ekki til hennar, þeir einfaldlega hafa hana.

Náðargáfa einstaklinga veldur ókyrrð og ólund í litlum sálum. Litlu sálirnar guma af því að hafa verið á fundum sem enginn vissi að hefðu verið haldnir, - nema fyrir þær sakir að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur.


mbl.is „Alltaf til í þann samanburð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband