Lífeyrissjóđir, launavísitala og bitlingaskrá

Lífeyrissjóđir lentu illa í hruni enda eltu ţeir óábyrga auđmenn og forstjóra. Heiđar Guđjónsson bođar sama fyrirkomulag en engin sátt getur orđiđ um ónýtt viđskiptamódel. Forsenda fyrir sátt um fjárfestingar lífeyrissjóđanna er traust. Og ţađ skapast ekki nema međ gegnsći. Hér er ágćtis byrjun:

Lífeyrissjóđir gerđu kröfu um launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaţróun ţeirra. Ef lífeyrissjóđir settu sem skilyrđi fyrir hlutabréfakaupum ađ forstjóri og millistjórnendur tćkju ţátt í launavísitölunni yrđi ekki vandamál ađ setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi ţjóna ţví hlutverki ađ fylgjast međ launaskriđi á ćđstu stöđum og vera ađhald á forstjóragrćđgi sérstaklega en einnig á innistćđulausar launahćkkanir almennt.

Til hliđar viđ launavísitöluna ćtti setja saman jafnlaunavístölu fyrirtćkja sem mćldi muninn milli hćstu og lćgstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgđ fyrirtćkja, hvort ţau hygluđu stjórnendum á kostnađ almennra starfsmanna.  Jafnlaunavísitalan myndi gagnast ţeim mest sem búa viđ lćgstu launin og auka samheldni samfélagsins.

Ásamt launavísitölu forstjóra og jafnlaunavísitölu ćtti ađ koma upp bitlingaskrá stjórnenda og e.t.v. starfsmanna ţar sem fćrđ eru hlunnindi s.s. bílar, afsláttur af vörum og ţjónustu fyrirtćkisins, niđurgreiddur símakostnađur og ţess háttar.

Ţá vćri skynsamlegt ađ koma upp siđabókhaldi í stćrri fyrirtćkjum, sem ásamt siđareglum, myndi vera rammi um siđvćdda starfshćtti.

Lífeyrissjóđir eru ráđandi afl í atvinnulífinu. Ţađ stendur upp á sjóđina ađ móta almennar kröfur til fyrirtćkja sem sjóđirnir fjárfesta í. Öllu 2007-tali um hámarksgróđa á ađ sópa út af borđinu enda vitum viđ ađ slíkt fyrirkomulag endar međ hruni. Um ţađ er reynslan ólygnust.


mbl.is Eina hlutverkiđ ađ hámarka arđsemi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband