Lífeyrissjóðir, launavísitala og bitlingaskrá

Lífeyrissjóðir lentu illa í hruni enda eltu þeir óábyrga auðmenn og forstjóra. Heiðar Guðjónsson boðar sama fyrirkomulag en engin sátt getur orðið um ónýtt viðskiptamódel. Forsenda fyrir sátt um fjárfestingar lífeyrissjóðanna er traust. Og það skapast ekki nema með gegnsæi. Hér er ágætis byrjun:

Lífeyrissjóðir gerðu kröfu um launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti setja saman jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna.  Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest sem búa við lægstu launin og auka samheldni samfélagsins.

Ásamt launavísitölu forstjóra og jafnlaunavísitölu ætti að koma upp bitlingaskrá stjórnenda og e.t.v. starfsmanna þar sem færð eru hlunnindi s.s. bílar, afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins, niðurgreiddur símakostnaður og þess háttar.

Þá væri skynsamlegt að koma upp siðabókhaldi í stærri fyrirtækjum, sem ásamt siðareglum, myndi vera rammi um siðvædda starfshætti.

Lífeyrissjóðir eru ráðandi afl í atvinnulífinu. Það stendur upp á sjóðina að móta almennar kröfur til fyrirtækja sem sjóðirnir fjárfesta í. Öllu 2007-tali um hámarksgróða á að sópa út af borðinu enda vitum við að slíkt fyrirkomulag endar með hruni. Um það er reynslan ólygnust.


mbl.is Eina hlutverkið að hámarka arðsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband