Framsókn: klíka án foringja - Vigdís vill nýjan flokk

Framsóknarflokkurinn er pikkfastur í tíu prósent fylgi. Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður og samherji Sigmundar Davíðs segir flokkinn orðinn að hræi með dauðastimpilinn 2007.

Vigdís hvetur til stofnunar nýs flokks óánægðra framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn ætti að vaxa og dafna í stjórnarandstöðu en kemst hvorki lönd sé strönd.

Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra flokksins segir stöðu flokksins ,,djöfullega." Klíkuflokkur án foringja er ekki til stórræðanna.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 ára pólitísk kreppa á Íslandi

Ríkisstjórnir féllu 2009 og 2013 vegna hrunsins. Stjórnmálaflokkar klofnuðu og nýir voru stofnaðir; Borgarahreyfingin, Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Sósíalistaflokkur síðast í gær.

Verkalýðshreyfingin fer ekki varhluta af kreppunni. VR, eitt stærsta verkalýðsfélagið, logar í illdeilum og skiptir reglulega um formann.

Hrunið á tíu ára afmæli eftir 17 mánuði. Við tókum út efnahagskreppuna á fáeinum mánuðum. Frá 2011/2012 er jafn og stöðugur hagvöxtur án atvinnuleysis.

En pólitíska kreppan mun vara í áratug eða lengur. Hrunið 2008 var annað og meira en efnahagsmál. Það var fjörbrot sjálfsmyndar þjóðarinnar. Brotna sjálfsmynd tekur tíma að laga. Þess vegna er enn pólitísk kreppa.


mbl.is Stjórnin fylgdi ekki formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi lifir á fátækt

Til að sósíalismi þrífist þarf fátækt. Efnisleg fátækt, þegar fólk á ekki í sig og á, er ekki til í velferðarsamfélagi eins og því íslenska. Allir sem vilja fá vinnu og geta framfleytt sér.

Í velmeguninni vex fram önnur fátækt, sem nýstofnaður sósíalistaflokkur gerir út á. Fátækt samjafnaðarins birtist í vanmetakennd. Ef maður hefur það ekki ,,jafn gott" og náunginn er maður fátækur.

Samjafnaðarfátækt er alltaf hægt að búa til enda byggist hann á ímyndun um hvernig aðrir hafa það. Sósíalisminn er verkfæri til að búa til raunverulega efnislega fátækt úr ímyndaðri samjafnaðarfátækt.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband