Fimmtudagur, 2. febrúar 2017
Viðreisn á braut Samfylkingar
Viðreisn er með 5 prósent fylgi samkvæmt könnun og minnsti flokkurinn á alþingi. Systurflokkur Viðreisnar á vinstri vængnum, Samfylkingin, vermdi áður botnsætið.
Viðreisn og Samfylking eru ESB-flokkar. Höfuðbólið í Brussel stendur í ljósum logum, ráðamenn þar hafa ekki undan að gefa út afkomuviðvaranir. Hjáleigurnar á ísaköldu landi njóta ekki ylsins af brennunni en fá í hausinn brunarústirnar.
Rétt eins og Samfylkingin ræðst Viðreisn að grunnstoðum samfélagsins. Landbúnaðarráðherra Viðreisnar gerir atlögu að bændum og fjármálaráðherra flokksins talar niður krónuna. Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking eru fyrir værukært draumórafólk með lítið pólitískt verkvit.
![]() |
Fylgi Viðreisnar minnkað mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. febrúar 2017
Guðlaugur Þór og móðgunardeildir Vg og Pírata
Bandaríkjaforseti var kallaður fasisti í ræðustól á alþingi þegar hann framkvæmdi stefnu sem hann boðaði í nýafstaðinni kosningabaráttu. Meirihluti Bandaríkjamanna styður stefnu forsetans, samkvæmt könnunum.
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra Íslands fór óvægum orðum um innanríkismál Bandaríkjanna í fasistaumræðunni á alþingi.
Móðgunardeildir Vinstri grænna og Pírata óska eftir rýmri heimildum til að móðga þjóðhöfðingja. Eins og þær séu ekki nógu rúmar.
Þegar móðgunardeildir vinstriflokkanna fara offari ætti utanríkisráðherra í umboði Sjálfstæðisflokksins að kunna nógu mikið í pólitík til að halda aftur af sér.
![]() |
Löglegt verði að móðga þjóðhöfðingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. febrúar 2017
Bann á reiðufé í íslenskum krónum
Reiðufé er notað í fíkniefnaviðskiptum og atvinnustarfsemi svarta hagkerfisins er jafnframt fjármögnuð með reiðufé.
En reiðufé er einnig frelsi borgaranna að geyma peningana sína þar sem þeir vilja, undir koddanum ef ekki vill betur.
Ef fjármálaráðherra ætlar að banna reiðufé í íslenskum krónum færast ólögmæt viðskipti yfir í gjaldeyri. Saklausir borgarar munu einnig fúlsa við krónunni og velja gjaldeyri og rafeyri. Kannski er það einmitt markmið fjármálaráðherra, sem er þekktur hatursmaður krónunnar.
![]() |
Vill banna launagreiðslur í reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. febrúar 2017
Fasisti veitir aðgang að RÚV
Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður Pírata kvartaði undan því á mánudag að komast ekki í fréttir RÚV. Helgina áður hafði keppinautur Pírata um vinstrafylgið, formaður Vinstri grænna, verið áberandi í RÚV.
Á þriðjudag, í gær, ákvað Ásta Guðrún að kasta út freistandi beitu fyrir RÚV. Hún kallaði forseta Bandaríkjanna fasista í þingsal. Og viti menn í sexfréttatíma RÚV fékk píratinn sinn uppslátt: ,,Donald Trump er fasisti" segir fréttin og vitnar í Ástu Guðrúnu.
RÚV hefur sínar aðferðir til að lyfta stjórnmálaumræðunni á hærra plan. Og Píratar kætast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)