Stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs

Á Eyjunni/ÍNN eru skór settir á pælinguna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson íhugi að stofna stjórnmálaflokk. Orð fyrrum formanns Framsóknarflokksins má skilja þannig að flokkurinn sé á skilorði.

Framsóknarflokkurinn er í pólitísku tómarúmi og dólar sér í tíu prósent fylgi. Engra afreka er að vænta af flokki sem gerir út á pólitískan ósýnileika.

Tveir flokkar eru í sæmilega góðum málum þessi misserin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Hinir fimm eru meira og minna í tómu tjóni.

Róttækur miðjuflokkur gæti svarað kalli eftir sýnilegri pólitík, sem Framsóknarflokkurinn stundaði með Sigmund Davíð í brúnni.


Tvær spurningar um falsfréttir

Ógna falsfréttir veruleikaskynjun fólks? Eða eru falsfréttir merki um breyttan veruleika? Forstjóri Apple svarar fyrri spurningunni játandi, líkt og margir aðrir, og vill skera upp herör gegn falsfréttum. En seinni spurningin kemst nær kjarna málsins.

Fréttir eru fyrstu drög sögunnar. Þær segja tíðindi dagsins og verða síðar efniviður sagnfræðinga. En fréttir eru líka fyrsta uppkast framtíðarinnar. Fréttir segja ekki aðeins hvað gerðist áðan, í gær eða fyrradag. Þær boða það sem koma skal. Skoðanakannanir fyrir kosningar eru dæmi um tíðindi óorðins veruleika.

Um leið og fréttir eru sagðar af skoðanakönnun er spáð í það sem koma skal. Meinið er að við vitum ekki framtíðina. Fréttir um framtíðina eru óskhyggja, nú eða bölmóður ef maður er svartsýnn. Sem slíkar eru þær allar falsfréttir – enginn veit óorðna tíð.

Það eru ekki aðeins skoðanakannanir sem spá í framtíðina. Pólitískir atburðir, Brexit og kjör Trump, leiða til stórframleiðslu á fréttum um langtímaáhrif þeirra. Strangt tekið eru þetta allt falsfréttir.

Væntingar fólks byggja á skynjun þess í samtímanum og vangaveltum um framtíðina. Veruleg óánægja blasir við í samtímanum. Stórir hópar fólks eru óánægðir og vilja breytingar. Aðrir óttast breytingar, finnst þær ógna hagsmunum sínum.

Fréttir um framtíðina spila á væntingar og ótta fólks um breytingar. Eftirspurn er eftir framtíðarfregnum og falsfréttir sjá um framboðið. Viðbrögðin við falsfréttum skapa nýjan pólitískan og félagslegan veruleika. Þess vegna eru þær ómótstæðilegar. Veldisvöxtur falsfrétta er fyrirsjáanlegur.


Obama er fordæmi Trump í ESB-málum

Obama fráfarandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir hönd Evrópusambandsins þegar hann varaði Breta við að ganga úr sambandinu fyrir tæpu ári. Bretar tóku ekki mark á forsetanum og kusu Brexit.

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er á öndverðri skoðun en forveri sinn um Evrópusambandið. Og nú vilja ráðamenn í Brussel að Bandaríkjaforseti skipti sér ekki af málefnum sambandsins.

Evrópusambandið er ekki Evrópa, þótt látið sé eins og Brussel tali fyrir alla álfuna. Vandræði sambandsins munu halda áfram hvort sem Trump láti skoðun sína í ljós eða ekki. ESB getur ekki pantað réttar skoðanir í London hvað þá Washington.


mbl.is Varar Trump við afskiptum af Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðtak góða fólksins: útrýma, óréttlæti og ótækt

Góða fólkið þarf fullvissu ekki rökræðu; samstöðu en ekki umræðu; stórar yfirlýsingar en ekki málefnalega athugun. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar slær eftirfarandi fram: 

Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur. Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti.

Yfirlýsingin er beint upp úr handbók góða fólksins. Við ,,vitum" en þurfum ekki að afla upplýsinga eða meta tölfræði sem liggur til grundvallar þeirri túlkun að launamunur sé á milli kynja. Umræðan er óþörf, rök skipta ekki máli: VIÐ VITUM.

Á vinnumarkaði er margvíslegur launamunur á milli hópa. Þeir eldri fá hærri laun en þeir yngri, menntun býr til launamun og búseta sömuleiðis. En nokkuð vænn hópur góða fólksins er sannfærður um að vinnumarkaðurinn í heild sitji á svikráðum við konur. Hanna Katrín er að tala til þessa hóps og kann tungutakið sem hrífur. Einhvers staðar frá verður Viðreisn að sækja fylgi.

 


mbl.is Segir ummæli ráðherra ótæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna í verkfalli - sjálfsbjörg eða siðleysi?

Verkfall er lögmæt aðferð til að knýja fram kjarabætur. Þeir launþegahópar sem fara í verkfall neita að starfa að óbreyttum kjarasamningum.

Starf þeirra sem eru í verkfalli bíður enda ekki heimilt að ráða verkfallsbrjóta.

Sá sem er í verkfalli nýtur launa úr verkfallssjóði, þótt þau séu aðeins hlutfall af reglulegum launum.

Þótt það kunni á yfirborðinu að sýnst sjálfsbjargarviðleitni að maður í verkfalli ráði sig í launavinnu, og taki þar með tvöföld laun, hníga rökin í þá átt að slíkt athæfi samrýmist illa góðum siðum.


mbl.is „Bannað að ráða verkfallsmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa, neikvæðni og öfgaskoðanir

Óvissa um efnahagslega framtíð og um getu samfélagsins að takast á við aðsteðjandi vanda elur af sér neikvæðni. Öfgaskoðanir fá hljómgrunn, ekki síst í óheftri netmiðlun þar sem hávaðinn er á kostnað yfirvegunar.

Samspil óvissu, neikvæðni og öfgaskoðana var áberandi eftir hrun. Samspilið kom hvergi eins skýrt fram og í Samfylkingunni. Óopinbert slagorð flokksins var ,,ónýta Ísland". Öfgarnar birtust í einbeittum vilja Samfylkingar að almenningur tæki á sig ábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka annars vegar og hins vegar að þjóðin segði sig til sveitar hjá ESB.

Þjóðin og stofnanir samfélagsins stóðu af sér samfylkingaröfgar eftirhrunsins. Neikvæðnin reyndist byggð á taugaveiklun og móðursýki ístöðulítils fólks sem fyrir sakir sérstakra kringumstæðna fékk hljómgrunn. Veröldin er áfram fögur og Samfylkingin er með þrjá þingmenn.


mbl.is Höldum oft að heimsendir sé að nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir er fjöldi á mbl.is

,,Fjöldi fólks kom sam­an við Alþing­is­húsið í dag til að sýna flótta­fólki sam­stöðu..." segir í frétt mbl.is

Aðalmynd fréttarinnar sýnir fjóra sitja á bekk.

Hvort lýgur mynd eða texti?


mbl.is „Hér munum við ekki trumpast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænu mistökin jólin 2016

Það voru mistök að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir mynduðu ekki ríkisstjórn um síðustu jól.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru stærstu flokkarnir, hvor af sínum væng stjórnmálanna. 

Enginn einn ber ábyrgð á mistökunum og þýðir ekki að gráta það sem orðið er.

En ástæða er til að óska Vinstri grænum til hamingju með að fá staðfestingu í hverri könnunni á fætur annarri að þeir eru leiðtogar stjórnarandstöðunnar.


mbl.is Vinstri græn mælast stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar óvelkomnir í Evrópu

Ný könnun, gerð í tíu Evrópulöndum, sýnir meirihluta gegn viðtöku íbúa múslímaríkja. Könnunin var gerð fyrir ferðabann Trump Bandaríkjaforseta á íbúa sjö múslímaríkja.

Hugveitan Chatham House lagði eftirfarandi fullyrðingu fyrir tíu þúsund manns tíu Evrópulanda: alla frekari viðtöku farandfólks frá múslímaríkjum skal stöðva.

Viðmælendur voru beðnir að svara hvort þeir væru sammála eða ósammála fullyrðingunni. Að meðaltali voru 55 prósent fylgjandi banni á viðtöku múslíma, 25 prósent voru hlutlausir en 20 prósent á móti viðtökubanni.

Fylgjandi viðtökubanni á múslíma voru 71% í Póllandi, 63% í Austurríki, 53% í Þýskalandi, 51% á Ítalíu, 47% í Bretlandi og 41% á Spáni. Hlutfall þeirra sem var á móti viðtökubanni á múslíma fór ekki yfir 32% í neinu landi.

71% in Poland, 65% in Austria, 53% in Germany and 51% in Italy to 47% in the United Kingdom and 41% in Spain. In no country did the percentage that disagreed surpass 32%. - See more at: https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration#sthash.mWBFydYj.FvOO9gJ4.dpuf
71% in Poland, 65% in Austria, 53% in Germany and 51% in Italy to 47% in the United Kingdom and 41% in Spain. In no country did the percentage that disagreed surpass 32%. - See more at: https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration#sthash.mWBFydYj.FvOO9gJ4.dpuf
71% in Poland, 65% in Austria, 53% in Germany and 51% in Italy to 47% in the United Kingdom and 41% in Spain. In no country did the percentage that disagreed surpass 32%. - See more at: https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration#sthash.mWBFydYj.FvOO9gJ4.dpuf

 

Chatham Hous
Chatham House

Grexit á eftir Brexit; síðast kemur ESB-exit

Grikkjum verður ýtt úr Evrópusambandinu en Bretar ákváðu sjálfviljugir að hætta í sambandinu. Brexit skóp fordæmi fyrir úrsögn og þarf af leiðir er þröskuldurinn lægri fyrir næsta ríki út, þ.e. Grexit.

Grikkir eru enn í kreppu eftir bráðum áratug í gjörgæslu. Skuldir ríkisins eru ósjálfbærar en enginn áhugi er að lækka þær með pennastriki í Brussel. Aðrar skuldugar þjóðir kæmu í kjölfar Grikkja og heimtuðu sama pennastrik á sínar skuldir.

Eftir Grexit verður komin svipa á aðrar ESB-þjóðir um að hlýða Brussel-valdinu eða hljóta verra af. Samhliða munu kjarnaríki ESB knýja á um auka miðstýringu. Það þýddi endalok Evrópusambandsins eins og það er í dag - ESB-exit.


mbl.is Auknar líkur á brotthvarfi Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband