Óvissa, neikvæðni og öfgaskoðanir

Óvissa um efnahagslega framtíð og um getu samfélagsins að takast á við aðsteðjandi vanda elur af sér neikvæðni. Öfgaskoðanir fá hljómgrunn, ekki síst í óheftri netmiðlun þar sem hávaðinn er á kostnað yfirvegunar.

Samspil óvissu, neikvæðni og öfgaskoðana var áberandi eftir hrun. Samspilið kom hvergi eins skýrt fram og í Samfylkingunni. Óopinbert slagorð flokksins var ,,ónýta Ísland". Öfgarnar birtust í einbeittum vilja Samfylkingar að almenningur tæki á sig ábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka annars vegar og hins vegar að þjóðin segði sig til sveitar hjá ESB.

Þjóðin og stofnanir samfélagsins stóðu af sér samfylkingaröfgar eftirhrunsins. Neikvæðnin reyndist byggð á taugaveiklun og móðursýki ístöðulítils fólks sem fyrir sakir sérstakra kringumstæðna fékk hljómgrunn. Veröldin er áfram fögur og Samfylkingin er með þrjá þingmenn.


mbl.is Höldum oft að heimsendir sé að nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband