Auðmannafélagið Viðreisn

Auðmenn stofnuðu Viðreisn og eiga félagsskapinn. Og það eru ekki auðmenn af hvaða sort sem er heldur ESB-sinnaðir - þess vegna er samfylkingarfjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson meðal hluthafa í Viðreisn.

Auðmenn eiga fullan rétt á að stofna stjórnmálaflokka um áhugamál sín. Aftur er opin spurning hvort auðmenn eiga að fá mótframlög úr sjóðum almennings til rekstursins.

Núverandi fyrirkomulag ríkisstyrkja til þingflokka gerir ráð fyrir að um leið og stjórnmálaflokkur fær tiltekinn atkvæðafjölda opnast sjálfkrafa fjárstraumur úr ríkissjóði.

Auðmenn geta sem sagt lagt til stofnframlag, áhættufjárfestingu, í stjórnmálasamtök og veðjað á 2,5 prósent fylgi eða meira og fengið þá ríkispeninga til að reka félagið.

Auðmenn leysa til sín hagnaðinn í formi áhrifa á stjórnarstefnu. Helgi, Vilhjálmur og aðrir fjárfestar eru nokkuð vel settir með þrjá Viðreisnarráðherra og hlutdeildarskírteini í ráðherrum Bjartar framtíðar.


mbl.is Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímskum hryðjuverkum fjölgar

Hryðjuverkum Ríkis íslams fjölgaði á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt skýrslu rannsóknarstofnunar um hryðjuverk. Guardian segir frá niðurstöðum skýrslunnar.

Ríki íslams stóð fyrir um 1400 hryðjuverkaárásum sem kostuðu um 7000 mannslíf. Það er 20 prósent aukning frá árinu 2015.

Vitnað er í hvatningu eins talsmanns Ríkis íslams, Abu Muhammad al-Adnani: Ef þið finnið ekki sprengju eða byssukúlu notið stein til að drepa vantrúaða Ameríkana, Frakka og bandamenn þeirra eða hníf eða keyrið þá niður.

Áköll af þessu tagi vekja til dáða suma trúaða múslíma á vesturlöndum sem snúast gegn meðborgurum sínum og drepa saklaus börn, gamlamenni og ekki síst konur.


mbl.is Var „venjulegur verksmiðjustarfsmaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisrekin hugsjón

Kjarninn er útgáfa byggð á ,,hugsjón og rómantík" skrifar Þórður Snær ritstjóri í afmælisgrein. Hugsjónir Kjarnans eru m.a. að Ísland verði ESB-ríki og að við áttum að borga Icesave. 

Hugsjónir útgáfunnar eru studdar ,,stað­reynda­mið­uðum skoð­ana­skrif­um", segir ritstjórinn. Á mæltu máli heitir þetta hlutdrægni.

Það liggur í eðli hugsjóna að þær eru hlutdrægar. Menn sannfærast um ágæti málstaðar og fylgja eftir sannfæringu sinni í riti og ræðu. Allt í lagi með það. Orðræða og skoðanaskipti eru af hinu góðu.

Verra er að Þórður Snær vill að ríkið borgi með hugsjónaútgáfunni. Það er ekki hlutverk ríkisins að taka upp á sína arma hugsjónir afmarkaðra hópa og gefa þeim peninga til að kynna hugðarefni sín. Menn eiga að tala fyrir eigin reikning, ekki á kostnað annarra.

Við sitjum uppi með ríkisfjölmiðil sem rekinn er undir merkjum hugsjóna starfsmanna. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, leggur til að RÚV verði úrelt, lagt niður.

Til þess eru þess eru vítin að varast. Ríkisrekin hugsjón endar ávallt með óskapnaði.


RÚV gerir grýlu úr Hjörleifi

Hjörleifur Guttormsson segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við RÚV. Í grein í Morgunblaðinu í dag rekur Hjörleifur aðsúg sem RÚV gerir að honum vegna athugasemda sem hann gerði um vegglistaverk.

Hjörleifur er nágranni Sjávarútvegshússins. Gafl hússins var nýlega skreyttur stórri mynd af sjómanni. Hjörleifur sendi athugasemdir til borgarinnar, rétt eins og hver annar almennur borgari, og spurði um lög og reglur borgarinnar um verk af þessu tagi.

Í meðförum RÚV var Hjörleifur gerður að skúrki sem amaðist við listaverkum. Tölvupóstar voru birtir til að sýna Hjörleif í sem neikvæðustu ljósi.

RÚV stundar reglulega aðgerðafréttamennsku af þessu tagi og er það miður. Vandaðir fjölmiðlar hanna ekki fréttir heldur segja þær.


Fasískur sósíalismi

Vinstriútgáfan Guardian sér teikn á lofti að fasískur sósíalismi eigi velgengni að fagna í Bandaríkjunum. Stuðningurinn komi bæði frá fylgismönnum Donald Trump og Bernie Sanders, sem er á vinstrivæng Demókrataflokksins.

Samkvæmt Guardian sameinar fasískur sósíalismi kynþáttahyggju og andstyggð á kapítalisma.

Sögulegur flugufótur fyrir þessari greiningu er að Adolf Hitler var þjóðernissósíalisti og Mussólíni spratt úr jarðvegi marxista. Annað til: fasískum hreyfingum óx fiskur um hrygg þegar borgaralegri stjórnmálamenningu hnignaði.

Borgaraleg stjórnmálamenning hratt heiminum út í fyrra stríð fyrir hundrað árum.

En, sem sagt, ástandið er ekki jafn slæmt núna.

 


10 þúsund bloggfærslur

Tíuþúsundasta tilfallandi athugasemdin leit dagsins ljós fyrr í dag. Morgunblaðinu/blog.is er þökkuð hýsingin og lesendum innlitin.

 


Opið samfélag og hryðjuverk

Hryðjuverk er auðveldara að fremja í opnum samfélögum en alræðisríkjum. Í opnum samfélögum ríkir frelsi til að útbreiða boðskapinn að baki hryðjuverkum, hvort sem hann er trúarlegur eða veraldlegur.

Mannréttindi til orða og athafna; réttarríki sem gerir fyrir sakleysi uns sekt er sönnuð og réttlát og málefnaleg málsmeðferð veita hryðjuverkamönnum athafnarými til að skipuleggja og framkvæma ódæði.

Sameiginlegt stef hryðjuverkamanna er að þeir eru svarnir óvinir opins samfélags. Þeir sækjast eftir alræðisríki, byggt á trú eða veraldlegri hugmyndafræði.

Eina raunhæfa vörn opins samfélags er samstaða og samheldni um grunngildi.


mbl.is Auka viðbúnað eftir árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt vald og fjölmiðlabylting

Bylting í fjölmiðlun er oft undanfari pólitísks umróts. Prentverk Gutenberg gerði Marteini Lúther kleift að kljúfa kaþólsku kirkjuna í lok miðalda. Stóraukið ódýrt lesmál var forsenda frönsku byltingarinnar. Fjölmiðlun í nútímaskilningi er snar þáttur í valdasókn tveggja isma á síðustu öld, fasisma og kommúnisma.

Uppstokkun fjölmiðla síðustu 20 ár eða svo breytir pólitískri umræðu. Óhugsandi er Trump hefði náð kjöri á síðustu öld þegar þrjár sjónvarpsstöðvar (CBS, NBC, ABC) ásamt fáeinum stórblöðum og enn færri tímaritum réðu pólitískri dagskrá. Trump er afurð fjölmiðlabyltingarinnar sem kennd er við netið.

En Trump er hvorki upphaf né endir á pólitísku umróti síðustu ára, þótt annað mætti halda miðað við fyrirferð hans í fjölmiðlum. Trump er birtingarmynd brotakenndra stjórnmála þar sem lítið er um viðteknar hugmyndir heldur ægir saman gömlu og nýju. Útkoman verður ekki ljós fyrr en löngu eftir daga Trump í Hvíta húsinu og Bannon á Breitbart.

Fjölmiðlabyltingin, sem ól af sér Trump og Bannon, verður þá komin í sögubækurnar. Kosturinn er að við lifum þessa sögulegu tíma.


mbl.is Valdameiri utan Hvíta hússins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar bestu vinir femínista

Finnsk vettvangsrannsókn leiddi það í ljós.


mbl.is Árásinni beint gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir eru öfgaflokkur, afneita málamiðlun

Eftir síðustu kosningar biðlaði sigurvegari þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, til Vinstri grænna, sem eru næst stærsti þingflokkurinn, um að mynda meirihluta. Vinstri grænir sögðu nei, takk.

Stjórnmál í lýðræðisríki eru málamiðlun. Vinstri grænir afneituðu ríkisstjórnaraðild vegna þess að stjórnarþátttöku fylgir málamiðlun. Þeir vilja heldur sitja í skotgröfunum og beina skeytum sínum að þeim sem axla ábyrgð.

Eitt einkenni öfgaflokka er að þeir vilja allt eða ekkert.

 


mbl.is Hægristefnan lím ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband