Sigmundur Davíð um RÚV

Skyldulesning.


Viðreisn: bændur í stað krónu óvinur nr. 1

Viðreisn, sem mælist utan þings í könnunum, reyndi að gera krónuna að þjóðaróvini og búa til pólitík með því að grafa undan gjaldmiðlinum. Það gekk ekki. Nýjasti óvinur Viðreisnar er bændur og landbúnaður.

Benedikt formaður hallmælir bændum og félagsmálaráðherra úr röðum Viðreisnar tekur í sama streng. Helsti málssvari landsbyggðarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, grípur til varna.

Eins og í krónuumræðunni fetar Viðreisn slóð Samfylkingar, sem einnig hafði bændur að skotspæni. Gráglettni örlaganna hagar því svo til að Samfylkingin er ónýtur flokkur - en með þrjá landsbyggðarþingmenn.


mbl.is Vill endurskoða búvörusamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppreisn gegn ferðamennsku

Skipulögð mótmæli gegn yfirgangi ferðaþjónustunnar eru haldin í borgum Evrópu. Íbúar í borgum eins og Barcelona, Feneyjum, San Sebastian, Duborvnik og Róm telja ferðaþjónustuna áþján sem leiða til hækkunar húsnæðisverðs og verri lífsgæða.

Guardian dregur saman helstu mótmælin og aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við vaxandi óþoli íbúa gagnvart ferðamönnum.

Á Íslandi er minnkandi jákvæðni gagnvart ferðamönnum. Tímabært er að grípa í taumana áður en verra hlýst af.


mbl.is 272 þúsund erlendir ferðamenn í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband