Dauðinn er ekki geðveiki

Við sjúkdómavæddum fæðingar og fluttum þungaðar konur á spítala þegar þær ólu börn. Í þúsund ár fæddust íslensk börn heima hjá móður sinni.

Við deyjum núna helst á sjúkrahúsum eða elliheimilum. Sumir deyja af slysförum, einhverjir falla fyrir eigin hendi. Áður dó fólk heima hjá sér eða í vinnunni, sem oft var sami staðurinn.

Sjúkdómavæðing dauða og fæðingar fær okkur til að halda að upphaf og endir lífs sé afbrigðilegur, eitthvað óheilbrigt.

En, sum sé, án dauða engin fæðing. Lífið er hringrás.

Lifið heil.


Þjóðverjar vilja ræða innflytjendamál

Aðalmál þýsku þingkosninganna er innflytjendamál. Samvkæmt könnun eru innflytjendamál brýnasta verkefni næstu ríkisstjórnar. Þar á eftir er aukinn munur á milli fátækra og ríkra í Þýskalandi kjósendum hugleikinn. Í þriðja sæti eru málefni tengd hryðjuverkum.

Tveir stórir flokkar, Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn, eru ráðandi í þýskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel sem oddvita, mælast með tæp 40 prósent fygli en Jafnaðarmenn með rúm 20.

Stærstur smáflokkanna er AfD, sem leggur áherslu á takmarkanir á straum innflytjenda til landsins.

Þýsku þingkosningarnar eru eftir fjórar vikur.


Kanada lokar á flóttamenn

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir flóttamenn í leit að betri lífskjörum ekki velkomna til landsins. Aðeins þeir sem flýja pyntingar, hafi ástæðu til að óttast um líf sitt eða eru án ríkisfangs eiga erindi sem flóttamenn til Kanada, segir forsætisráðherrann samkvæmt Guardian.

Þetta er stefnubreyting af hálfu Trudeau, sem fyrir skemmstu bauð alla flóttamenn velkomna til Kanada í kjölfar þess að Bandaríkin hertu reglur um viðtöku flóttamanna. Kanadískar stofnanir kikna undan álagi vegna flóttamannastraums frá Bandaríkjunum. Allt að 250 hælisleitendur koma daglega yfir landamærin. Ólympíuþorpið í Montreal er orðið að flóttamannamiðstöð og tjaldbúðir eru settar upp við landamærin.

Í Kanada er Trudeau gagnrýndur fyrir að hafa búið til flóttamannastrauminn með því að bjóða alla flóttamenn velkomna til landsins fyrr á árinu.


Bloggfærslur 25. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband