Múslímskum hryðjuverkum fjölgar

Hryðjuverkum Ríkis íslams fjölgaði á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt skýrslu rannsóknarstofnunar um hryðjuverk. Guardian segir frá niðurstöðum skýrslunnar.

Ríki íslams stóð fyrir um 1400 hryðjuverkaárásum sem kostuðu um 7000 mannslíf. Það er 20 prósent aukning frá árinu 2015.

Vitnað er í hvatningu eins talsmanns Ríkis íslams, Abu Muhammad al-Adnani: Ef þið finnið ekki sprengju eða byssukúlu notið stein til að drepa vantrúaða Ameríkana, Frakka og bandamenn þeirra eða hníf eða keyrið þá niður.

Áköll af þessu tagi vekja til dáða suma trúaða múslíma á vesturlöndum sem snúast gegn meðborgurum sínum og drepa saklaus börn, gamlamenni og ekki síst konur.


mbl.is Var „venjulegur verksmiðjustarfsmaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvaða stjórnmálaflokk á íslandi ættum við að kjósa til að sporna gegn aukinni múslimavæðingu hér á landi?

Hérna er varnarstefna míns flokks:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2192882/

Hvar er varnarstefna þíns flokks?

Jón Þórhallsson, 22.8.2017 kl. 07:45

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Páll. Jón við ættum fyrst og fremst að stoppa Mosku bygginguna en hún verður ef hún kemst upp stjórn stöð tengd neti múslíma um allan heim. Í raun upplýsingamiðstöð þeirra. Mig minnir að bæði Rússar og bandaríkjamenn hafi þurft að loka báðum upplýsingamiðstöðum sínum hér áður. Gildir þetta ekki með múslímanna en þeir kalla setrið sitt við eskihlíðina upplýsingamiðstöð  

Valdimar Samúelsson, 22.8.2017 kl. 09:52

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki segja að ég og minn flokkur séum HVÍTU MEGIN á skákborði lífsins

en allt alþingi sé svörtu megin á skákborðinu fyrir að flytja inn múslima og leyfa byggingu nýrrar múslimamosku í Skógarhlíðinni?

Jón Þórhallsson, 22.8.2017 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband