Samjafnaðarflokkur

Heitið jafnaðarflokkur var ekki notað þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916. Róttækir vinstrimenn, flestir sósíalistar, notuðu heldur ekki nafnið þegar Alþýðubandalagið var stofnað hálfri öld síðar.

Norrænir jafnaðarmenn stofnuðu á 19. öld flokka sem þeir kenndu við verkamenn, arbeidere. Mögulega er það hluti skýringarinnar að alþýða var tekið fram yfir jöfnuð sem forskeyti við flokka jafnaðarmanna á Íslandi.

Önnur skýring gæti verið að jöfnuður er tvíbentur. Það er hægt að jafna niður, steypa alla í sama mót, og stunda samjöfnuð sem er með fremur neikvætt yfirbragð.

Stærsti vandi nafnabreytingar Samfylkingar yfir í Jafnaðarflokk er þó ekki tengdur orðsifjafræði heldur pólitík. Sögulegt hlutverk jafnaðarflokka á Norðurlöndum og Vestur-Evrópu var velferðarríkið. Verkefninu er lokið, þótt enn sé deilt um útfærslur og tæknileg atriði.

Í pólitískum skilningi er jafnaðarflokkur fyrirbæri liðins tíma. Íslenskir bændur vissu í byrjun síðustu aldar að þeir væru hnignandi stétt. Þess vegna kenndu þeir flokkinn sinn við framsókn. Það var snjallt.


mbl.is Samfylkingin verði Jafnaðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar þræla, konur ekki

Tæplega 30 prósent karla vinnur meira en 50 klukkustundir á viku. Hlutfall kvenna með sama vinnutíma er minna en tíu prósent, samkvæmt tölum Hagstofu.

Kynjajafnrétti á vinnumarkaði er nær eingöngu rætt út frá launamun, sem er konum í óhag. 

Við treystum því að Jafnréttisstofa komi sterkt inn í umræðuna um hvernig veikara kyninu er þrælað út á vinnumarkaði á meðan konur vinna skemur og njóta meiri frítíma.


mbl.is Fleiri vinna 40 stundir í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvít sekt, múslímskt sakleysi

Hvítir öfgamenn efndu til mótmæla í smábæ í Bandaríkjunum. Andstæðingar öfgamannanna efndu til gagnmótmæla. Í átökum fylkinganna var einn myrtur með ákeyrslu. Fjölmiðlar hamast á Trump Bandaríkjaforseta fyrir að fordæma ekki nógu skýrt og ákveðið hvíta öfgamenn.

Víkur þá sögunni til stórborgar í Evrópu, Barcelona. Múslímskir öfgamenn myrða a.m.k. 13 saklausa vegfarendur. Fjölmiðlar munu ekki taka neinn til bæna fyrir að halda aftur af sér í fordæmingu á múslímskum öfgamönnum. Þvert á móti verður kapp lagt á að aftengja múslímatrú frá öfgamönnunum og kalla þá einfaldlega glæpamenn.

Hvers vegna voru hvítu öfgamennirnir í Charlottesville ekki kallaðir glæpamenn eins og múslímsku öfgamennirnir í Barcelona?

Ber hvíti maðurinn meiri ábyrgð á öfgamönnum úr sínum röðum en þeir múslímsku á morðingjum sem spretta úr þeirra jarðvegi?


mbl.is Komu í veg fyrir aðra árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband