Charlottesville - Barcelona: 1 - 13

Morð hægriöfgamanns á mótmælanda í Charlottesville í Bandaríkjunum leiddi til allsherjarfordæmingar á þeim sem ekki sýndu nógu mikla samúð. Morð múslíma á 13 sakleysingjum í miðborg Barcelona hlýtur að kalla á margfalt sterkari reiðöldu.

Eða hvað?


mbl.is Rúmlega eitt hundrað særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn ræða nafnabreytingu, ekki sameiningu

Samfylkingin ræðir nafnabreytingu. Flokkurinn er ekki orðinn tvítugur, var stærstur flokka 2009 en rétt skreið inn á þing í kosningunum sl. haust.

Vinstrimenn ræða ekki sameiningu þessi misserin. Einir fjórir vinstriflokkar eru á alþingi: Samfylking, Vinstri grænir, Píratar og Björt framtíð.

Nærfellt alla síðustu öld, frá fyrsta klofningi Alþýðuflokksins 1930, var sameining vinstrimanna sígilt umræðuefni. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu hvorki um nafn né kennimerki var lenska vinstrimanna að stofna til flokka í nafni sameiningar: Kommúnistaflokkur, Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag, Þjóðvarnarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki og er þó ekki allt upp talið.

Síðasta stóra uppstokkun vinstrimanna var um aldamótin, með stofnun Samfylkingar og Vinstri grænna.

Sameiningartal vinstrimanna leiðir jafnan til klofnings. Það liggur í eðli íslenska vinstrimannsins að vera hrópandinn í eyðimörkinni - í fleirtölu. 


Lee og Lenín - list, pólitík og saga

Robert E. Lee var snjall hershöfðingi, sem tapaði stríði Suðurríkjanna gegn Norðurríkjunum.  Eftir stríðið var Lee minnst sem ,,góða" Suðurríkjamannsins og var aftengdur málstað þrælahaldsins. Hann fékk af sér styttur og sýndur sómi í tregasöngnum The night they drove old Dixie down þar sem eymd og volæði tapaðs málstaðar eru gerð skil.

Á seinni tíð fær Lee aðra umsögn. Hann var þrælahaldari og fyrirleit þeldökka.

Styttur af Lee eru fjarlægðar í Bandaríkjunum á meðan stytta af rússneksa byltingarforingjanum Lenín fær að standa í Seattle. Styttan af Lenín kom til Bandaríkjanna eftir að höfundarverk hans, Sovétríkin, féllu. Hún þótti sögulegt rusl í fyrrum kommúnistaríkinu Tékkóslóvakíu en varð að list í Seattle.

Glataður málstaður Suðurríkjanna er ekki list í Bandaríkjunum en arfur kommúnismans fær þann gæðastimpil. Sem segir okkur að list er margræð, pólitíkin mótsagnakennd og að sagan er í sífelldri endurskoðun. 


mbl.is Styttur fjarlægðar í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband