Geðveiki, mannréttindi og hryðjuverk

Geðveikir fremja ekki hryðjuverk, samkvæmt skilgreiningu innanríkisráherra Frakka, en þeir eiga það til að líkja eftir hryðjuverkum.

Hryðjuverk eru framin af ásettu ráði til að ná fram pólitískum markmiðum.

Komið hefur í ljós að aðalhöfundur hryðjuverkaárásarinnar í Bercelona í síðustu viku fékk hæli á Spáni í nafni mannréttinda. Spænsk yfirvöld vildu skila manninum til Marokkó en dómstóll kvað upp úr um að mannréttindi múslímaklerksins gæfu honum landvist á Spáni.

Hornsteinn vestrænnar menningar er mannréttindi, bæði þeirra sem heilir eru á geði og veikra. Án mannréttinda væri samfélag okkar verra.

Mannréttindi voru til skamms tíma tengd fullveldi þjóða. Ítali, sem bjó í Þýskalandi, naut t.d. ekki fullra mannréttinda á við þá þýsku, t.d. hvað varðar aðgengi að opinberri þjónustu s.s. menntun og heilsugæslu og kosningarétt. Hugmyndin að bak var að þjóðríkið tryggði mannréttindi þegna sinna. Rökin eru hversdagsleg; þjóðfélagsþegnar eiga sameiginleg mannréttindi enda ríkisborgarar sama lands.

Á seinni árum vex þeirri hugsun fiskur um hrygg að mannréttindi séu algild óháð þjóðríkjum. Ameríkani sem stígur fæti á norska grund í fyrsta sinn á ævinni skal njóta sömu réttinda og Ole Nordman sem búið hefur mann fram af manni í Noregi. Enn er ekki komið að að slíku ástandi en þróunin stefnir í þessa átt: algild mannréttindi óháð uppruna og landamærum.

En það er geðveiki að láta ekki þegnskap og mannréttindi haldast í hendur. Þegnskapur verður ekki til þegar maður stígur úr flugvél í framandi landi. Þegnskapur myndast þegar maður tileinkar sér siði og háttu samfélagsins sem maður býr í. 

Vinda þarf ofan af geðveikinni í mannréttindaumræðunni.


mbl.is Þriðjungur glímir við geðræn vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmannafélagið Viðreisn

Auðmenn stofnuðu Viðreisn og eiga félagsskapinn. Og það eru ekki auðmenn af hvaða sort sem er heldur ESB-sinnaðir - þess vegna er samfylkingarfjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson meðal hluthafa í Viðreisn.

Auðmenn eiga fullan rétt á að stofna stjórnmálaflokka um áhugamál sín. Aftur er opin spurning hvort auðmenn eiga að fá mótframlög úr sjóðum almennings til rekstursins.

Núverandi fyrirkomulag ríkisstyrkja til þingflokka gerir ráð fyrir að um leið og stjórnmálaflokkur fær tiltekinn atkvæðafjölda opnast sjálfkrafa fjárstraumur úr ríkissjóði.

Auðmenn geta sem sagt lagt til stofnframlag, áhættufjárfestingu, í stjórnmálasamtök og veðjað á 2,5 prósent fylgi eða meira og fengið þá ríkispeninga til að reka félagið.

Auðmenn leysa til sín hagnaðinn í formi áhrifa á stjórnarstefnu. Helgi, Vilhjálmur og aðrir fjárfestar eru nokkuð vel settir með þrjá Viðreisnarráðherra og hlutdeildarskírteini í ráðherrum Bjartar framtíðar.


mbl.is Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímskum hryðjuverkum fjölgar

Hryðjuverkum Ríkis íslams fjölgaði á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt skýrslu rannsóknarstofnunar um hryðjuverk. Guardian segir frá niðurstöðum skýrslunnar.

Ríki íslams stóð fyrir um 1400 hryðjuverkaárásum sem kostuðu um 7000 mannslíf. Það er 20 prósent aukning frá árinu 2015.

Vitnað er í hvatningu eins talsmanns Ríkis íslams, Abu Muhammad al-Adnani: Ef þið finnið ekki sprengju eða byssukúlu notið stein til að drepa vantrúaða Ameríkana, Frakka og bandamenn þeirra eða hníf eða keyrið þá niður.

Áköll af þessu tagi vekja til dáða suma trúaða múslíma á vesturlöndum sem snúast gegn meðborgurum sínum og drepa saklaus börn, gamlamenni og ekki síst konur.


mbl.is Var „venjulegur verksmiðjustarfsmaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband