Guðlaugur vísar á Urði í EES-svindli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill ekki veita norsku dagblaði upplýsingar um vitneskju sína um svindl með styrki sem EES-þjóðirnar veita fátækum ríkjum í Evrópusambandinu. Guðlaugur lætur Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins um að bíta af sér norsku blaðamennina.

Dagbladet í Noregi afhjúpar stórfellt svindl með styrki sem EES-þjóðirnar Ísland, en þó mest Noregur, borga til fátækari ríkja Evrópusambandsins í staðinn fyrir markaðsaðgang.

Ísland situr á upplýsingum um styrkina en vill sem minnst blanda sér í málið. Þess vegna vísar Guðlaugur á Urði, sem neitar þeim norsku um upplýsingar.


Trump, Macron og vinsældir óvinsælda

Macron var krýndur And-Trump fyrir þrem mánuðum, þegar hann náði kjöri í forsetaembætti Frakklands. Macron átti að vera allt það sem Trump Bandaríkjaforseti er ekki: yfirvegaður, raunsær, sáttfús, orðvar og ekki síst vinsæll.

En nú ber svo við að Trump og Macron njóta álíka vinsælda, hvor í sínu heimalandi, eða um 40 prósent. Macron er við það að klúðra Evrópustefnu sinni sem átti að vera nýtt upphaf ESB.

Á vesturlöndum eru óvinsældir sterkasta pólitíska aflið. Valdstjórn, hvaða nafni sem hún nefnist, Trump eða Macron, er óvinsæl nánast samkvæmt skilgreiningu.

Ástæðan fyrir óvinsældum valdhafa er að kjarnavandinn sem vesturlönd standa frammi fyrir er sjálfsmyndin. Vesturlönd almennt og einstök ríki innan þeirra eru í óvissu um grunngildi og hlutverk í alþjóðasamfélaginu. Það er á vettvangi stjórnmálanna sem grunngildum er telft fram og stefna mótuð. Þegar undirstaðan er ótraust verða stefnumálin fálmkennd. Óánæga vex og óvinsæl stjórnvöld verða regla en ekki undantekning.


mbl.is Meirihluti Frakka óánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti við innflytjendur er ekki rasismi

Ótti vestrænna þjóða við straum innflytjenda stafar af þeirri reynslu að innflytjendur, einkum múslímskir, aðlagast illa vestrænum samfélögum. Þannig segja 65,6 prósent Þjóðverja aðlagist illa eða mjög illa þýsku samfélagi.

Þegar stórir hópar innflytjenda frá framandi menningu setjast að í vestrænum ríkjum verða til menningarkimar sem hafna vestrænum gildum, t.d. mannréttindum. Reynslan sýnir að úr þessum menningarkimum spretta einstaklingar hneigðir til hryðjuverka gegn því samfélagi sem elur önn fyrir þeim.

Rasismi er í grunninn kynþáttahyggja, sannfæring um að einn kynstofn sé öðrum æðri. Ótti við innflytjendur er ekki sprottinn af rasisma heldur áhyggjum af framtíð samfélags sem leyfir framandi menningu að leggja undir sig svæði, borgarhverfi eða bæi, þar sem aðrar reglur gilda um siði og háttu en almennt í samfélaginu.

Þorgeir Ljósvetningagoði var ekki rasisti þegar hann sagði fyrir þúsund árum að menn ættu að hafa einn sið í landinu. Hann vakti athygli á því augljósa. Samfélag með einn sið hefur ein lög. Forsenda fyrir samfélagsfriði er samkomulag um grunngildi, siði og lög.


mbl.is Nær helmingur óttast innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband