Nató er bandalag stríðsæsingamanna

Nató var stofnað 1949 sem varnarbandalag vestrænna þjóða gegn ásælni Sovétríkjanna.

Gott og vel, kalda stríðið og allt það; Varsjárbandalag Sovétríkjanna og kommúnistaríkja Austur-Evrópu var stofnað 1955, sex árum eftir Nató.

En Sovétríkin hættu störfum árið 1991 og sama ár var Varsjárbandalagið lagt niður.

Árið er 2017. Sovétríkin eru dauð í 26 ár og kommúnisminn kominn á öskuhauga sögunnar. Varsjárbandalagið er steindautt í aldarfjórðung.

En Nató lifir sem aldrei fyrr, leitar sér að óvinum um allar heimsins trissur.

Nató ætti fyrir löngu að vera komið á ruslahaug sögunnar, líkt og kommúnisminn.

Til hvers er Nató? Jú, til að stuðla að stríði.

 

 


mbl.is Versnandi samskipti NATO og Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir Haga og samfélagsins fara ekki saman

Samfélagið hefur hag af því að vita þróun verðlags á lífsnauðsynjum, þ.e. matarverðs. Hagsmunir auðhringsins Haga eru aftur að fela upplýsingar um þróun matarverðs.

Lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í Högum.

Nú þegar forstjóri Haga stígur fram og segir hagsmuni fyrirtækisins og samfélagsins ekki fara saman er kannski tími til kominn að lífeyrissjóðirnir beiti eigendavaldi sínu og kenni forstjóranum lexíu.


mbl.is Þjóni ekki hagsmunum Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án rasisma er ekkert lýðræði

Lýðræði varð til með rasisma. Venja er að líta á Aþenu til forna sem vöggu lýðræðisins. Þar bjuggu rasistar, þ.e. aþenskir karlmenn, til fyrsta lýðræðið. Útlendingar höfðu ekki borgaraleg réttindi í Aþenu til forna.

Rasistar voru aftur að verki í frönsku byltingunni. Franskir karlmenn, sem deildu sama tungumáli, sögu og menningu, gáfu heiminum hugmyndina um nútímalýðræði og mannréttindi. Bandaríska byltingin var rasísk í sama skilningi.

Rasismi, eins og orðið er notað í dag, vísar til þess að fólk sem sama tungumál, sögu og menningu vill skipa málum eftir sínu höfði.

Andheiti rasisma samtímans er fjölmenning, sem gerir ráð fyrir að fólk með ólík tungumál, sögu og menningu geti búið til einhvers konar regnbogasamfélag. En fjölmenning er dauð hugmyndafræði, hún einfaldlega virkar ekki..

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, bauð hælisleitendur velkomna til Þýskalands. En hún hafði áður lýst gjaldþroti fjölmenningar. Merkel bauð hælisleitendum til Þýskalands og vill að þeir semji sig að síðum og háttum Þjóðverja - verði þýskir.

Enginn kallar Merkel rasista þótt hún krefjist þess að útlendingar semji sig að þýskum gildum. Það er vegna þess að eldri merkingu orðsins, um yfirburði hvíta kynstofnsins, var hrint í framkvæmd af forvera Merkel, Adolf Hitler, með geigvænlegum afleiðingum.

Einmitt vegna þessarar tvöföldu merkingu orðsins þykir henta að nota það sem skammaryrði. En hugtakið, eins og það er notað í dag, vísar aðeins til hversdagslegra sanninda; að fólk með sömu tungu, sögu og menningu þarf til að setja saman sæmilega réttlátt og friðvænlegt samfélag.

 


Bloggfærslur 3. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband