10 þúsund bloggfærslur

Tíuþúsundasta tilfallandi athugasemdin leit dagsins ljós fyrr í dag. Morgunblaðinu/blog.is er þökkuð hýsingin og lesendum innlitin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Til hamingju! Umræða bætir lífið!

Wilhelm Emilsson, 20.8.2017 kl. 20:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og þú átt miklar þakkir skildar fyrir, Páll. Til hamingju með áfangann - og við biðjum um og bíðum eftir þeim fleirum, skörpum athugasemdunum þínum.

Áfram með smjörið!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2017 kl. 21:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kærar þakkir fyrir margar gleði stundir. Megi blek þitt flæða lengi enn.

Ragnhildur Kolka, 20.8.2017 kl. 23:00

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

JÁ! Tíu þúsund á færibandi þakka þér af heilum hug.

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2017 kl. 02:40

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt hér að ofan.

Bara áfram...

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.8.2017 kl. 03:35

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til hamingju Páll, og gangi þér vel að þræða þennan undarlega, illfæra og grýtta veg áfram næstu 10.000 pistlana og fleiri, í umræðuhefðinni á Íslandi.

Í málfrelsisríki mannréttinda hlýtur að vera al-mikilvægasti grunnurinn að viðra og virða allar skoðanir, og taka sem réttlátast tillit til þeirra. Við þurfum öll aðhald og gagnrýni, en ekki baktal og þöggun. Takk fyrir að hafa aldrei lokað á mínar athugasemdir, þó mínar skoðanir séu oft óþarflega hvassar, og jafnvel mjög ókurteisar á köflum. Ég biðst stundum fyrirgefningar á ókurteisi, en líklega ekki nógu oft.

Það eru þeir fáu í heiminum sem ekki loka á ólíkar skoðanir allra ólíkra, sem eru líklegastir til að þroska heims-samfélagsumræðuna til friðar og velferðarþróunar.

Enginn veit allt en allir vita eitthvað. Enginn er góður í öllu, en allir eru góðir í einhverju.

Samstaða er sterkara umræðunnar velferðarafl til friðar og réttlætis ólíkra, heldur en sundrung.

Takk aftur Páll :)

Broskallinn þýðir gleði og þakklæti. Það er ekki óábyrgt né vafasamt tákn, eins og einhver álitsgjafa vitringur sagði í einhverri fjölmiðlafrétt nýlega.

Gleði, er lykillinn að friði og náungakærleika í tilveru-vafstri ólíks fólks á jörðinni.

Þakklæti hefur verið sögð æðst allra dyggða, og foreldri allra annarra dyggða. Man ekki hver sagði það, en trúlega er það rétt. Trúlega.

Tjáningar/skoðana-frelsið er öllum ómetanlega mikils virði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.8.2017 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband