Þriðjudagur, 13. apríl 2021
Refsistefna, fíkniefni, þjófnaður og vændi
Talsmenn lögleiðingar fíkniefna segja refsistefnu ekki bera árangur. Viðkvæðið er að fíkniefnavandi leysist ekki boðum og bönnum - og refsingu - og því ætti að lögleiða bönnuð efni.
Ef þetta sjónarmið ætti að gilda um önnur svið mannlífsins getum við allt eins lögleitt þjófnað og vændi. Þjófnaður er refsiverður frá örófi alda en samt enn stundaður. Lögleiðum þjófnað. Vændi er kaup og sala á líkamsiðju. Það er bæði framboð og eftirspurn. Lögleiðum vændi.
Á yngri sviðum mannlífsins, s.s. í umferðinni, er refsivert að keyra hratt og fara yfir á rauðu ljósi. Lögleiðum umferðalagabrot - reynslan sýnir að boð og bönn virka þar ekki.
Sum rök eru einföld og snjöll, önnur eru hálfvitaháttur klæddur í búning rökfærslu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. apríl 2021
Viðreisn til liðs við gúlag-lögmenn
Viðreisn tekur undir með þeim lögmönnum sem kenna sóttvarnir við gúlagið. Pólitískt markmið Viðreisnar er að sækja sér fylgi til fámenns hóps sjálfstæðismanna sem telja til mannréttinda að einn smiti annan af Kínaveiru.
Sérfræðingar í sóttvörnum, t.d. Ingileif Jónsdóttir, segja okkur að skimun og sóttkví sé eina haldgóða sóttvörnin gegn nýsmiti og endurteknum bylgjum farsóttar.
Viðreisn leikur pólitískan hráskinnaleik með því að gera sóttvarnir tortryggilegar.
![]() |
Snýst ekki um neinn afslátt á sóttvarnaaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. apríl 2021
Stétt með stétt og þjóðarflokkurinn
Stétt með stétt er best heppnaða pólitíska slagorð Íslandssögunnar, - á eftir ,,Vér mótmælum allir."
Á velmektardögum Sjálfstæðisflokksins gerði slagorðið hann að móðurflokki íslenskra stjórnmála. Vel að merkja þá náði flokkurinn aldrei meirihlutafylgi þjóðarinnar, það einfaldlega liggur handan hins mögulega í íslenskri hreppapólitík.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði vel að halda í hugsunina á bak við ,,stétt með stétt". Enn er flokkurinn kjölfestan í stjórnmálalífi þjóðarinnar.
![]() |
Hugmyndin Stétt fyrir stétt búin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 12. apríl 2021
Hve margir treysta lögmönnum?
,,Um 94-97% þátttakenda segjast treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögð í faraldrinum og 92-97% treysta embætti landlæknis," segir í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar.
Hve margir ætli treysti gúlag-lögmönnunum?
![]() |
Um 90% ánægð með störf almannavarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 11. apríl 2021
Ísland óspillt, Þorvaldur prófessor ósáttur
Ísland ásamt Noregi er efst á lista Economist Intelligence Unit yfir þau þjóðríki í heiminum sem búa við hvað minnstu spillinguna.
Þorvaldur Gylfason prófessor er með böggum hildar vegna þess að landið sem ól hann er lýðræðisríki laust við spillingu. Viðskiptablaðið segir frá tilburðum prófessorsins að bera út land og þjóð og gera það ljótt sem fagurt er.
Ásamt Pírötum klappar Þorvaldur þann stein að Ísland sé ólýðræðislegt og spillt ríki í helgreipum auðmanna.
Svo því sé til skila haldið þá er Þorvaldur prófessor í hagfræði, - ekki lögfræði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. apríl 2021
Tíu milljón heimsóknir, takk fyrir
Samkvæmt teljara hér til vinstri heftur verið bankað upp á Tilfallandi athugasemdum í tíu milljón skipti.
Takk fyrir það og mbl.is er þökkuð hýsingin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. apríl 2021
Ekki til svo vitlaust málstaður,
að hann fái ekki fylgjendur.
![]() |
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. apríl 2021
Tvöfeldni lögmanna og Pyrrhosarsigur í héraðsdómi
Þrír vaskir lögmenn fengu sigur á sóttvarnaryfirvöldum í héraðsdómi í vikunni. Sigurinn varð þeim svo dýrkeyptur að kalla varð út varalið Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands til að réttlæta hann.
Innbyggð tvöfeldni málfærslumanna með lögfræðipróf er aðalástæðan fyrir hrakförum lögmannanna þriggja. Þeir fóru einfaldlega langt út fyrir þann völl sem þeim er markaður sem lögmönnum.
Lögmenn sem taka að sér málfærslu selja sérþekkingu sína á lögum annars vegar og hins vegar málafylgju. Að því leyti sem málafylgjan er ekki fyrir dómstóli þá er hún pólitísk og flutt í fjölmiðlum. Lögin sjálf eru alltaf, eða nær alltaf, virðuleg, málefnaleg og hófleg. Lögmenn á hinn bóginn eiga því miður til að öskra og æpa á torgum úti og koma óorði á lögin, líkt og róninn áfenginu.
Áður en nokkur ferðamaður sem skikkaður var í sóttkvíarhótel var svo mikið sem búinn að stynja upp kvörtun voru lögmenn búnir að kveða upp dóm sinn: ,,Sóttkvíargúlag í Þórunnartúni." Málatilbúnaður af þessu tagi er hrein og klár pólitík og hefur ekkert með virðingu fyrir lögum að gera.
Lögin eiga að þjóna samfélaginu, ekki hagsmunum lögmanna. Þeir lögmenn sem geysast inn á svið stjórnmálanna eru teknir þeim tökum sem þar tíðkast. Þeir þrír vösku voru skotnir í kaf og urðu að kalla út varaliðið, félag dómara og lögmanna, til að rétta hlut sinn.
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, freistar þess að setja málið upp þannig að lögmannagengið hafi verið í stríði við lækna. Svo er ekki. Þeir þrír vösku voru í stríði við samfélagið. Og töpuðu.
![]() |
Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda sérstök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. apríl 2021
Gates í samkeppni við Geldingagos - hvað segir Gréta?
Auðmaðurinn Bill Gates er kominn í samkeppni við eldinn í Geldingadölum og aðra náttúruferla. Gates fjármagnar tilraunaverkefni Harvard-háskóla að draga úr áhrifum sólarinnar, já þessarar einu sönnu, á jörðina.
Lyginni líkast, en því miður satt.
Gates er ákafur talsmaður trúarbragðanna að til sé eitthvað sem heitir manngert loftslag. En nú freistar hann þess að raungera það sem hann áður gagnrýndi - og framleiða veðurfarsbreytingar á jörðinni.
Gréta Thunberg ásamt Vinstri grænum, Samfylkingu og Viðreisn hljóta að stökkva á þennan vagn. Eller hur?
![]() |
Uppsöfnun gass getur orðið hættuleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. apríl 2021
Hystería til hægri, móðursýki til vinstri
Heimurinn er orðinn óbyggilegur vegna manngerðs veðurfars er móðursýki vinstrimanna síðustu þrjá áratugi. Þórólfur er orðinn einræðisherra yfir Íslandi er hystería hægrimanna síðustu þrjá mánuði.
Leggjum manngert veður til hliðar í bili, enda nokkrar tilfallandi athugasemdir að baki, og segjum fáein orð um hysteríu hægrimanna.
Kófið er rúmlega ársgamalt og varir í einhverja mánuði enn. Það er bráðavandi á sviði lýðheilsu. Fyrir eyland eru kostirnir skýrir, að stöðva Kínaveiruna á landamærunum og lifa nánast eðlilegu lífi innan þeirra annars vegar; hins vegar að búa við samfélagslokanir.
Meira fyrir tilviljun en ásetning varð þríeykið og Þórólfur í forgrunni sóttvarna, fremur en ráðherra og ríkisstjórn. Ekkert, nákvæmlega ekkert, bendir til annars en Þórólfur og þríeykið hafi unnið af góðum hug í þágu lýðheilsu.
Væll grenjandi gúlags-lögmanna er Gréta Thunberg-útgáfa af veruleikanum. Einu mannréttindin sem í hættu eru tilheyra þeim þöngulhausum sem telja sig hafa réttindi til að breiða út skæða farsótt.
Reynslan af loftslags- og farsóttarumræðu kennir okkur að tveir akrar eru helst plægðir í aðdraganda einræðis, hvort heldur alþjóðlegs eða innlends. Það eru akrar heimsku og tillitsleysis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)