Menning, fjármagn og fótbolti

Þeir sem halda að karlmenn eigi erfitt að tjá tilfinningar sínar ættu að fylgjast með umræðu á samfélagsmiðlum um evrópska ofurdeild í fótbolta.

Ofurdeildin er hugarfóstur eigenda þekktustu vörumerkja fótboltans. Tilgangurinn er að auka arðsemina.

Fyrir utan peninga og skemmtun er fótbolti menning með langa sögu, sé miðað við skemmtanamenningu. Ensku liðin eiga meira en 100 ára sögu. Þau lifðu af tvær heimstyrjaldir og nokkrar heimskreppur. Fram til síðustu aldamóta eða svo lifuðu þessi lið á stuðningsmönnum sínum. Núna eru það sjónvarpstekjur sem skipta sköpum.

Skemmtilegasta útkoman úr brölti ofurfélaganna væri að liðin yrðu rekin úr deildar- og bikarkeppnum í heimalöndum sínum og leikmenn liðanna yrðu ekki gjaldgengir með landsliðum.

Í því tilfelli færi í hönd barátta menningar og peninga í heimi fótboltans. Everton og Leeds ættu líka möguleika á enska meistaratitlinum. Það yrði bónus.


mbl.is Manchester United hætt í Evrópusamtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir afsanna lifseiga kenningu

Vinstriflokkur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum tapar fylgi er gamalt viðvæði í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir eru á góðri leið með að afsanna þá kenningu.

Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að ráðherrum Vinstri grænna, einkum heilbrigðisráðherra, stefnir flokkurinn á gott mót í haust.

Upprisa Framsóknarflokksins í skoðanakönnun gefur til kynna að ríkisstjórnin í heild sé í meðbyr.

Tvær skýringar eru nærtækar. Í fyrsta lagi að almenningur sé giska ánægður með hvernig hefur til tekist í sóttvörnum. Í öðru lagi að væntur efnahagsbati næstu misseri sé viðkvæmur og ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri á.

Vel að merkja eru allmargar vikur til kosninga. Og vika í pólitík getur orðið býsna löng.


mbl.is Könnun: Miðflokkurinn nálægt því að detta af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband