Vænt fólk, Pólverjar

Pólverjar hafa flust til Íslands svo þúsundum skiptir frá aldamótum eða þar um bil. Einnig hafa komið hingað stórir hópar fólks frá Eystrasaltslöndum.

Nægileg reynsla er komin á búsetu Pólverja, Letta, Litháa og Eista til að slá föstu að upp til hópa er þetta vænt fólk sem bætir samfélagið.

Þótt einhverjir hnökrar komi á samskiptin, t.d. vegna misskilnings, er engin ástæða til að ætla annað en að nýbýlingarnir semji sig að siðum og háttum landsmanna. 


mbl.is „Þessi umræða fór aðeins of langt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöggun með umræðu

Vandamálið með tjáningu í heimi félagsmiðla er að þeir sem vita og kunna þegja en hinir sem hafa ekkert gagnlegt fram að færa eru óðamála.

Offramboð er af skoðunum en þekking er af skornum skammti. Tilfinningar trompa röksemdir. Upphlaup fá athygli en vandaður málflutningur er sniðgenginn. 

Félagsmiðlar, fjölmiðlar meðtaldir, ýkja þann vanda sem fylgir mannlegum tjáskiptum. Óhemju magn upplýsinga og álita eru í umferð. Þegar frétt eða skoðun rekur á fjörur manns þarf að spyrja. Er mælt af heilum hug? Eru duldir hagsmunir að baki? Er heimildin, ef um hana er að ræða, trúverðug? Er röklegt samhengi? Það tekur tíma og þjálfun að greina hismið frá kjarnanum. Fæstir hafa nennu til þess og venja sig á að taka eitthvað gott og gilt en hafna öðru.

Ekki bætir úr skák að á seinni tímum ber á þeim menningarsjúkdómi að til sé eitthvað sem heitir ,,minn sannleikur." Ef sannleikur er á annað borð til getur hann ekki verið ,,minn" eða ,,þinn", - aðeins sannleikur.

Svo nýlegt dæmi sé tekið þá stendur RÚV fyrir umræðu þessa dagana þar sem hrært er saman meintri þöggunarmenningu og áhrifum hagsmunahópa. Allir eldri en tvævetra vita tilefnið. Helgi Seljan fréttamaður RÚV var dæmdur brotlegur við siðareglur. Þegar lélegasta málsvörn lýðveldissögunnar var afhjúpuð fór RÚV í yfirgír að kenna samfélaginu um ófarir hagsmunahópsins á Efstaleiti.

RÚV mælir ekki af heilum hug, er með dulda hagsmuni, styðst við ótrúverðugar heimildir og röklegt samhengi er allt undir yfirborði umræðunnar. Það er ekki til neinn Efstaleitissannleikur þótt raðfréttir séu sagðar af honum.

RÚV stundar það sem málóðir fundarmenn komust upp með fyrr á tíð. Að drepa málum á dreif með hávaða og upphrópunum. Þöggun með umræðu.


mbl.is Umboðsmaður hættir athugun á tjáningarfrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband