Lilja og RÚV: tjáningarfrelsið er aðeins fyrir ríkisfjölmiðla

Lilja menntamálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt þegar fyrirtækið gerði myndbönd til birtingar á samfélagsmiðlum um sína hlið á RÚV-áróðrinum gegn norðlensku útgerðinni.

Fjölmiðlapólitísk vændiskaup teljast siðleg í ranni Samfylkingar. Þingmaður Samfylkingar stillti Lilju upp við vegg eftir herútboð RÚV um helgina.

Menntamálaráðherra hefði mátt standa betur í ístaðinu og varið hornstein mannréttinda sem er tjáningarfrelsið. Myndbönd Samherja á You-Tube eru hóflegt andsvar við raðfréttum RÚV þar sem beint og óbeint er sagt að glæpamenn stjórni Samherja.

RÚV smjattar á orðum Lilju og segir:

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur Samherja ganga of langt í viðbrögðum sínum við fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Mikilvægt sé að fjölmiðlar séu frjálsir og geti fjallað um málefni líðandi stundar.

Með leyfi að spyrja: minnkar frelsi RÚV ef Samherji gerir myndband á You-Tube?

Í meðförum Lilju og RÚV er tjáningarfrelsið aðeins fyrir ríkisrekna fjölmiðla. 


mbl.is Lilja segir Samherja ganga of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósæmilegt tilboð RÚV til þingmanna vegna Helga Seljan

Helgi Seljan var dæmdur fyrir brot á siðareglum RÚV. Vörn fréttamanns RÚV var að hann mætti víst brjóta siðareglurnar og flétta saman gildisdómum og fréttum. Þegar hallaði á Helga í héraði tók hagsmunahópurinn RÚV málið upp á alþingi götunnar.

Um helgina kynnti RÚV liðssöfnuðinn. Bubbi Morthens fékk rauða dregilinn á laugardag fyrir fésbókarfærslu. Með íhygli fræðimannsins komst poppsöngvarinn að þeirri niðurstöðu að Helgi færi með ,,nakinn sannleika". Samherjaböggið er orðið heilagur sannleikur í meðförum listamannsins. Liðugt er krítað.

Á sunnudag var félagsskapur pírata virkjaður í þágu glataðs málstaðar. ,,Fordæmalaust túlkunarstríð" heitir það á píratísku og þykir vont að hráar fjölmiðlalygar fái ekki viðtöku sem sannindi.

Fyrirsögn RÚV á rantið hans Bubba er ,,Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna". Hagsmunahópurinn á Efstaleiti er sem sagt með standandi tilboð til þingmanna: lýsið yfir stuðningi við Helga Seljan og RÚV mun launa ykkur greiðann með vinsamlegri umfjöllun á kosningaári. Tilboðið er fjölmiðlapólitískt vændi.

RÚV getur rótast í ruslahrúgunni á Efstaleiti til hinsta dags. En það kemur fyrir lítið. Fjölmiðill sem skilur ekki muninn á áróðri og frétt er siðferðilega og faglega gjaldþrota.


Bloggfærslur 26. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband