Frelsið á bakvið grímu

Sóttvarnir auka frelsi einstaklingsins til að hylja ásjónu sína samborgurum. Á bakvið grímuna er einstaklingurinn frjálsari til að vera hann sjálfur og fela sig hnýsnum augum. Með grímu vex einnig öryggistilfinning. Allir verða sumpart eins. Einkennisklæðnaður sýnir samstöðu.

Hugsuninni varpar heimspekingurinn Matthew B. Crawford fram í lok samtals á Unheard þegar hann veltir fyrir sér hvers vegna sumum á heimaslóðum hans, í Kaliforníu, virðist líða vel með grímuskyldu.

Kalifornía er háborg frjálslyndis í Bandaríkjunum. En það eru einmitt frjálslyndir, bæði þar vestra og víðar á vesturlöndum, sem eru hvað ákafastir talsmenn samfélagslokana í nafni sóttvarna. Og þeim sem á annað borð er hleypt út undir bert loft skal svo sannarlega skylt að bera grímu í almannarýminu.

Pælingin er að vestrænt frjálslyndi er komið með upp í kok af taumlausu frelsi og vill samræmt göngulag fornt með stífum reglum og viðurlögum. Og grímuskyldu - vitanlega.

Ef sá bandaríski hittir þarna naglann á höfuðið mun Kínaveiran umskapa frjálslyndi í íhaldssemi. Tilfallandi athugasemdir misstu ekki svefn yrði sú raunin. 


Kolbeinn grefur undan Katrínu Jakobsdóttur

Fréttamaður RÚV sakaði Katrínu Jakobsdóttur um ,,hræsni" þegar hagsmunahópurinn á Efstaleiti fékk ekki lagafrumvarp um sakaruppgjöf svikulla embættismanna. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þingmaður Vinstri-grænna tekur undir árásir RÚV á Katrínu þegar hann reynir að fá seðlabankastjóra í lið mér sér að lagfæra hlut svikula embættismannsins sem gerði samsæri með RÚV gegn Samherja.

Kolbeinn reyndi nýverið að auka metorð sín í Vinstri grænum og bauð sig fram til forystu í Suðurkjördæmi. Honum var hafnað og þá leitar kappinn aftur til höfuðborgarinnar. Þingmaðurinn gerði ráðherra flokksins að skotspæni, kallaði umhverfisráðherra ,,lufsu."

Og núna er það Katrín Jakobsdóttir sem fær að finna fyrir metorðagirnd Kolbeins. Í bandalagi með hagsmunahópnum á Efstaleiti telur Kolbeinn sér allir vegir færir. Spyrjum að leikslokum.


mbl.is Ásgeir vildi ekki mæta fyrir þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband