Sátt um sóttvarnir - en pólitísk undiralda

Í heildina er breið sátt um sóttvarnir gegn Kínaveirunni hér á landi. Farsóttin var í upphafi óútreiknanleg og lítið vitað um bestu viðbrögð annars vegar og hins vegar langtímaáhrif. Eðlilega var ekki allt fullkomið í opinberum aðgerðum. Hvorki hér á landi og enn síður erlendis.

Á hinn bóginn er rétt að halda til haga að Íslendingar urðu fyrir langtum minni röskun á daglegu líf en þorri annarra þjóða. Allar líkur eru á að stórfelldar smitbylgjur heyri sögunni til.

Takist okkur að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar hillir undir veirulok lítur út fyrir að með hækkandi sól falli flest í fyrra horf. Helsti vandinn er að finna ásættanlega úrlausn á ferðamönnum, íslenskum sem erlendum.

Ísland verður ekki veirufrítt. Það er einfaldlega ekki raunhæft markmið. En það ætti að liggja innan marka hins mögulega að grípa til staðbundinna aðgerða þegar smit stingur sér niður og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Farsóttin er stórmál. Varnir gegn henni, hvort gengið hafi verið nógu langt eða of skammt, eru eðlilega pólitískt álitamál. Þingkosningar eru í haust og þeim fylgir pólitísk undiralda. Þegar pólitísk öfl freista þess að gera hávaða um það sem sátt er um í samfélaginu er ekki víst að þeim verði kápan úr klæðinu.


mbl.is Rúmlega 62% vilja fólk í sóttvarnahótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loga formanni mótmælt af ungum jafnaðarmönnum

Samstaðan fer eins og logi yfir akur í Samfylkingunni. Varla er formaðurinn búinn að lofa sóttkví á alla ferðamenn, og hægja á hjólum atvinnulífsins, þegar ungir jafnaðarmenn krefja stjórnvöld um aukna atvinnu.

Samfylkingin ætlar seint að læra að það verður ekki bæði sleppt og haldið.


mbl.is Atvinnuleysi aukist mest á Íslandi innan OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband