Afléttingar í útlöndum, óþarfar á Íslandi

Í útlöndum er talað um afléttingaráætlanir þegar dregið er úr eða fellt úr gildi víðtækt bann á samkomuhald, ferðafrelsi og allsherjarsóttkví með útgöngubanni.

Slíkar áætlanir í útlöndum eru til marks um víðtækt inngrip yfirvalda í þjóðríkjum og landssvæðum, stórfelld mannréttindabrot myndu íslenskir gúlag-lögmenn kalla þetta.

Á Íslandi er annar háttur hafður á. Við höfum búið við minni röskun á daglegu lífi okkar og sætt mildari úrræðum en tíðkast víðast hvar erlendis.

Tal um ,,afléttingaráætlun" á Íslandi er út í bláinn. Eigum við kannski að búa til ,,afléttingaráætlun" fyrir sundstaði og líkamsræktarstöðvar?


mbl.is 20 manna fjöldatakmörkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsistefna, fíkniefni, þjófnaður og vændi

Talsmenn lögleiðingar fíkniefna segja refsistefnu ekki bera árangur. Viðkvæðið er að fíkniefnavandi leysist ekki boðum og bönnum - og refsingu - og því ætti að lögleiða bönnuð efni.

Ef þetta sjónarmið ætti að gilda um önnur svið mannlífsins getum við allt eins lögleitt þjófnað og vændi. Þjófnaður er refsiverður frá örófi alda en samt enn stundaður. Lögleiðum þjófnað. Vændi er kaup og sala á líkamsiðju. Það er bæði framboð og eftirspurn. Lögleiðum vændi.

Á yngri sviðum mannlífsins, s.s. í umferðinni, er refsivert að keyra hratt og fara yfir á rauðu ljósi. Lögleiðum umferðalagabrot - reynslan sýnir að boð og bönn virka þar ekki.

Sum rök eru einföld og snjöll, önnur eru hálfvitaháttur klæddur í búning rökfærslu.


Bloggfærslur 13. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband