Stétt með stétt og þjóðarflokkurinn

Stétt með stétt er best heppnaða pólitíska slagorð Íslandssögunnar, - á eftir ,,Vér mótmælum allir."

Á velmektardögum Sjálfstæðisflokksins gerði slagorðið hann að móðurflokki íslenskra stjórnmála. Vel að merkja þá náði flokkurinn aldrei meirihlutafylgi þjóðarinnar, það einfaldlega liggur handan hins mögulega í íslenskri hreppapólitík.

Sjálfstæðisflokkurinn gerði vel að halda í hugsunina á bak við ,,stétt með stétt". Enn er flokkurinn kjölfestan í stjórnmálalífi þjóðarinnar.


mbl.is Hugmyndin „Stétt fyrir stétt“ búin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef eldri borgarar eru sérstök "stétt" þá gengur þetta ekki upp hjá þér!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.4.2021 kl. 16:36

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eldri borgarar eru ríkasta stétt landsins og hlýtur að lifa í vellystingum praktuglega.

Páll Vilhjálmsson, 12.4.2021 kl. 17:11

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir að uppfræða mig að þessu!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.4.2021 kl. 17:47

4 Smámynd: Hrossabrestur

Nú er það að renna upp fyrir millistéttinni, launþegahreyfingunni og lífeyrisþegum að þau eiga nánast enga máslvara á alþingi eða í stjórnmálaflokkunum, samt er sama slektið kosið aftur og aftur.

kv. hrossabrestur 

Hrossabrestur, 12.4.2021 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband