Ódýr vörn seðlabankastjóra fyrir óverjandi háttsemi

Starfsmaður Seðlabanka Íslands átti í samstarfi við Helga Seljan á RÚV að niðurlægja norðlenskt útgerðafyrirtækja með ásökunum um lögbrot sem ekki reyndist fótur fyrir. Þetta er stutta sagan um seðlabankamanninn, Helga Seljan og Samherja.

Þegar Seðlabankinn hóf rannsókn á Samherja vorið 2012 taldi ég, líkt og allur þorri landsmanna, að um væri að ræða heiðarlegt stjórnvald að rannsaka rökstuddan og málefnalega grun um brot Samherja á gjaldeyrislögum. Margar tilfallandi athugasemdir voru skrifaðar til stuðnings Seðlabankanum og Samherji gagnrýndur, sjá t.d. hér og hér.

En það var ekkert eðlilegt við upphaf rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Helgi Seljan hafði farið með ónýta pappíra, sem hann kallaði skjöl í fleirtölu, og reynt að fá opinberar stofnanir í lið með sér að klekkja á Samherja. Málatilbúnaðurinn reyndist þvættingur frá a til ö. Í ofsóknum Helga Seljan og RÚV gegn Samherja spilaði starfsmaður Seðlabanka Íslands með og ljáði upplognum ásökunum trúverðugleika. Í þessu tilfelli brást embættismaðurinn og Seðlabankinn þar með trausti almennings.

Nú kemur sitjandi seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, sem vel að merkja tók við búinu löngu eftir Samherjamál, og ber fram þá vörn að Samherji ofsæki starfsmenn bankans. Nei, Ásgeir. Samherji vill réttlæti.

Ertu á móti réttlæti, Ásgeir Jónsson?

 


mbl.is Íslandi að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband