Múslímaklerkar bannfæra bænahald karla með konum

Frjálslynd moska í Moabit-hverfinu í Berlín fær á sig bannfæringu múslímaklerka í Egyptalandi og trúaryfirvöldum í Tyrklandi fyrir að leyfa sameiginlega tilbeiðslu karla og kvenna.

Fyrsta daginn sem moska var opin var fullt hús. En vegna hótana múslímakarla og klerka fækkaði þeim snarlega sem sóttu bænahald í anda jafnréttis kynjanna.

Guardian segir að stofnandi moskunnar fái 300 stuðningsskilaboð daglega en tífalt fleiri, eða 3000, hótanir m.a. um líflát.

Múslímatrú er karllæg og leyfir ekki að konur taki þátt í helgistund með körlum.


CNN viðurkennir falsfrétt um Trump

Þrír fréttamenn CNN hætta störfum eftir að falsfrétt um samsæri aðstoðarmanns Trump við Rússa var afhjúpuð.

CNN er einn þeirra fjölmiðla sem harðast ganga fram í að draga upp þá mynd að Trump sé handbendi Pútín Rússlandsforseta.

Fréttin birtist á vef CNN en var eytt eftir að í ljós kom að hún reyndist falsfrétt.


mbl.is Trump heimtar afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkalíf, ofbeldi og fjölmiðlaréttarhöld

Nafngreindur maður er sakaður í fjölmiðli um ofbeldi gegn fyrrum sambýliskonu, sem kemur fram undir nafni. Á samfélagsmiðlum tekur almenningur þátt í opnu fjölmiðlaréttarhöldum, sumir koma manninum til varnar á meðan aðrir telja hann sekan.

Almennt gildir að sambúð/hjónaband er einkamál þeirra sem í hlut eiga. Ef annar aðilinn ákveður að gera sambúðina að opinberu mál, t.d. með færslu á samfélagsmiðlum, hefur hann fullan rétt á því sem einstaklingur.

Það er á hinn bóginn varasöm þróun að fjölmiðlar taki að sér hlutverk réttarríkisins og efni til opinberra réttarhalda. Sérstaklega gildir þetta um einkamál þar sem almannahagsmunir eru ekki í húfi heldur deilur einstaklinga.

Við viljum halda einkalífi okkar í friði. Ef lögbrot er framið í hjónalífi eru formlegar leiðir til að kæra, rannsaka og eftir atvikum dæma lögbrjótinn. Réttarríkið setur reglur um hvernig með slík mál skuli farið.

Fjölmiðlar hafa ekki úrræði réttarkerfisins að rannsaka mál, kalla í skýrslutöku og leggja yfirvegaða mat á málsatvik. Fjölmiðlaréttarhöld um einkalíf fólks geta eðli málsins samkvæmt ekki orðið annað en upphrópanir.

 

 

 


Skúli sendir Icelandair pillu

Meðal flugfólks er talað um að Wow air ráði flugmenn með færri flugtíma að baki en Icelandair, sem geri meiri kröfur um reynslu. Jafnframt er vitað að áhafnarkaup er hærra hjá þjóðarflugfélaginu.

Það kemur spánskt fyrir sjónir að Skúli Mogensen forstjóri Wow ætli að ráða flugfólk Icelandair ,,svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar".

Fyrirvarinn, sem Skúli setur, gefur til kynna að kröfur Wow séu meiri til flugmanna en Icelandair gerir.

En kannski á Skúli við að flugfólk Icelandair verður að sætta sig við lægra kaup ætli það að fá vinnu hjá Wow.


mbl.is Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir múslímavinir í vanda

Múslímatrú er í besta falli íhaldssöm en oftar mannfjandsamleg, t.d. í garð mannréttinda kvenna og samkynheigðra. Frjálslyndir á vesturlöndum bera iðulega blak af múslímum þegar einhverjir þeirra stunda hryðjuverk og drepa saklaust fólk í þágu trúarinnar.

Viðkvæði frjálslyndra er að hryðjuverkin hafi ekkert með trúna að gera.

En þegar mannfjandsamleg viðhorf múslíma til kvenna og samkynhneigðra eru alþjóð til sýnis þegja þeir frjálslyndu sem fastast. Líklega vegna þess að mannfyrirlitningin hefur eitthvað með trúna að gera.


mbl.is Gleðiganga stöðvuð með gúmmíboltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar, vísindi og trúarrasismi

Þróunarkenningin ásamt eðlisfræði eru forsenda skilnings á náttúrunni og skynveruleikanum. Án þróunarkenningarinnar er ekki hægt að ræða þróun mannsins. Valkosturinn er einhver útgáfa af trúarrasisma sem kennir að guð hafi skapað manninn.

Tyrkland er talið vestrænasta ríkið í múslímaheiminum. Fyrir hundrað árum reyndi landsfaðir lýðveldisins Tyrklands, Kemal Atatürk, að uppræta trúarbábiljurnar sem héldu aftur af nútímavæðingu landsins.

Fréttir að tyrknesk stjórnvöld undir forsetaræði Erdogans banni kennslu þróunarkenningarinnar sýnir að trúarrasismi lifir góðu lífi í menningarheimi múslíma.


mbl.is Hætta að kenna þróunarkenninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun og hatursorðræða

Frelsi til að hafa skoðanir á mönnum og málefnum er hornsteinn vestrænna samfélaga. Gagnrýnin hugsun fær ekki þrifist án skoðanafrelsis.

Hugtakið ,,hatursorðræða" er notað af fólki sem vill gera sumar skoðanir ólögmætar. Sjálft hugtakið er fordómafullt. Skoðanir fólks mótast af mörgum tilfinningum; ást, hatri, ótta, minnimáttarkennd, hroka, samúð, hugleysi, dirfsku, spéhræðslu, lífsgleði og svo framvegis.

Að gefa sér að tilteknar skoðanir mótist af hatri og þær skoðanir eigi að banna er yfirlætisfullt svo ekki sé meira sagt.

Það er ekki hægt að binda í lög hvaða tilfinningar fólk eigi að hafa. Á hinn bóginn er hægt að banna tilteknar skoðanir. Nýlega voru felld úr gildi lög sem bönnuðu guðlast. Dómsmálaráðherra, sem þá var þingmaður, benti á tvískinnung þeirra sem vilja afnema bann við guðlasti en banna aðrar skoðanir vegna þess að í þeim sé ,,hatursorðræða". Hvað er guðlast annað en hatur á guði?

Þeir sem nota hugtakið ,,hatursorðræða" eru í raun að biðja um skoðanakúgun. 

 


mbl.is „Stórhættulegt samfélagsmein“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískt heimilisböl; Pútín eignast vin í Macron

Talsmaður Trump Bandaríkjaforseta segir deilu Katar við fjögur arabaríki vera heimilisvanda araba. Nær væri að tala um bandarískt heimilisböl þar sem allar fimm þjóðirnar eru bandamenn Bandaríkjanna, Katarar ekki síst.

Á sama tíma eignast Pútín Rússlandsforseta vin í starfsbróður sínum í Frakklandi, Macron, í málefnum miðausturlanda. Samkvæmt Newsweek vill Macron vinna með Pútín við að uppræta samtök herskárra múslíma sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum í Frakklandi síðustu misseri.

Bandaríkin og Nató, þar með talið Frakkland, vildu til skamms tíma steypa Assad Sýrlandsforseta af stóli. En Rússland er bakhjarl Assad.

Bandarísk stefnumótun í miðausturlöndum er lömuð, ekki síst vegna þess að Donald Trump forseti á í vök að verjast vegna ásakana um að hann sé strengjabrúða Pútín.

Kunnáttumenn í alþjóðamálum, til dæmis Stephen F. Cohen, telja, líkt og Macron Frakklandsforseti, að Pútín og Rússland ættu að vera bandamenn í málefnum miðausturlanda. En ráðandi viðhorf í Washington er að Pútín sé með horn og klaufar. Það eykur heimilisbölið.


mbl.is Katarar hafna öllum kröfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn: samnefnari fyrir vantraust

Viðreisn er flokkur stofnaður á grunni vantrausts. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þurfti á öllu sínu að halda - í ólgu eftirhrunsins - ákváðu nokkrir sjálfstæðismenn að stofna Viðreisn. Meðal þeirra voru fyrrverandi formaður, Þorsteinn Pálsson, og varaformaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, var sjálfstæðismaður til áratuga.

Og hver var ástæða vantrausts viðreisnarmanna? Jú, stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. En hvað hefur reynslan sýnt? Jú, að stefna Sjálfstæðisflokksins var hárrétt. Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu væru öll viðskipti okkar við Bretland í uppnnámi vegna Brexit. Ísland yrði að treysta á að Brussel tryggði okkar viðskipti við Bretland. Hvaða líkur eru á að Brussel tæki mark á íslenskum hagsmunum í Brexit-viðræðum? Engar.

Brexit felur í sér að Evrópusambandið er orðið að félagsskap meginlandsríkja Evrópu. Ísland sem eyland á Norður-Atlantshafi væri þar eins og krækiber í helvíti.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreinsnar kvartar undan tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins. Við hverju bjóst hann? Grunnhugmyndin með stofnun Viðreisnar er dómgreindarlaust rugl, eins og reynslan sýnir svart á hvítu. Á að treysta dómgreindarlausu fólki?

Almenningur treystir ekki Viðreins, svo mikið er víst. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna að flokkurinn myndi þurrkast út af þingi yrði kosið núna.

Sjálfstæðismenn treysta ekki Viðreisn, almenningur ekki heldur. Og nú bætast við talsmenn annarra stjórnmálaflokka sem segjast ekki treysta fulltrúa Viðreisnar í nefnd um sjávarútvegsmál.


mbl.is Ósætti innan veiðigjaldanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaralaun og afnám velferðarríkisins

Borgaralaun er að allir fái tiltekna fjárhæð frá ríkinu, burtséð frá því hvort þeir séu ríkir eða fátækir, atvinnulausir eða í vinnu, heilbrigðir eða öryrkjar. Engar kvaðir fylgja borgaralaunum, ekkert umsóknarferli eða mat á þörf viðtakenda fyrir opinbera framfærslu.

Tilraunir með borgaralaun hafa verið gerðar í Finnlandi og Kanada ætlar að prófa fyrirkomulagið. Hér heima hafa Píratar kynnt hugmyndina, sem ættuð er af vinstri væng stjórnmálanna.

Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian vekur máls á hugveita hægrimanna, kennd við Adam Smith, tekur undir borgaralaun með þeim formerkjum að þau komi í stað velferðarkerfisins.

Borgaralaun í útgáfu frjálshyggjunnar kæmu í staðinn fyrir afskiptasamt ríkisvald sem vegur og metur þörf borgaranna fyrir opinbera framfærslu.

Ef hægrimenn almennt taka undir hugmyndina um borgaralaun gæti myndast breið samstaða um að efna til þeirra og losna í leiðinni við velferðarkerfið. En þá er hætt við að heyrist hljóð úr vinstra horni stjórnmálanna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband