Frelsi, hatur og glæpir

Á dögum þriðja ríkisins var bannað að tala illa um stjórnvöld. Í Sovétríkjunum var ólögmætt að hafa vestrænar skoðanir á skipulgi efnahags- og stjórnmála. Í báðum tilvikum var ríkjandi hugmyndafræði fest í lög. Það fyrirkomulag heitir skoðanakúgun. 

Á norðurlöndum virðast uppi tilburðir til alræðishugsunar. Að hluta til stafa tilburðirnir af hrikalegum mistökum Dana og Svía síðustu áratugina að hleypa inn fyrir landamærin stórum fjölda fólks sem annað tveggja getur ekki eða vill ekki aðlagst siðum og venjum norrænna þjóða.

Í Svíþjóð og Danmörku, en einnig í Noregi, vaða uppi kvenfjandsamleg viðhorf sem gera ráð fyrir að kvenþjóðin sé á stalli með búpeningi, eða kannski skör hærra. 

Til að bregðast við reyna norræn stjórnvöld að festa í sessi með lögum hvaða skoðanir borgararnir mega hafa. Þessir tilburðir til stjórnarhátta alræðisríkja eru dæmdir til að mistakast.

Skoðanakúgun er ekki lausnin á innflytjendavanda norrænna þjóða.  


mbl.is Vilja herta löggjöf um hatursglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit fyrirmynd EES-exit Íslands

Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusmbandinu, Brexit, er einboðið að Ísland og Noregur ganga úr innri markaðnum, sem kenndur er við EES-samninginn.

Tvíhliðasamningur Breta við ESB verður fyrirkomulag sem þjónar hagsmunum Íslands og Noregs mun betur en núverandi samningur. Þar fyrir utan mun ESB ekki hafa áhuga á að reka EES-samninginn áfram enda var hann hugsaður sem millistöð fyrir fulla aðild að sammbandinu.

Brexit markar þáttaskil í samskiptum Íslands við Evrópusambandið. 


mbl.is Bretar yfirgefa innri markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband