Sósíalistaforinginn, klíkan og sérhagsmunir

Tilviljunarúrtak mun ráða hverjir móta stefnu sósíalistaflokks Gunnars Smára. Rökin eru að aðferðin sé

besta vörn­in gegn klíku­mynd­un, stétta­skipt­ingu og sér­hags­muna­gæslu í stefnu­mót­un.

Gott og vel. En hvernig var staðið að vali á formanni flokksins?


mbl.is Skipa í málefnahópa með slembivali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuherinn og Ísland

Ísland var hernumið af breska hernum í seinna stríði, mánuði eftir að Þjóðverjar tók Danmörku og Noreg. Evrópskur her, undir forystu Frakka og Þjóðverja, væri ekki með Norður-Atlantshaf, þar ríkja Bandaríkin, Bretland og að einhverju marki Rússland.

Evrópuherinn, þ.e. her undir merkjum Evrópusambandsins, er í smíðum. Bretar munu standa utan og vinna með Bandaríkjunum, annað hvort tvíhliða eða í gegnum Nató.

Fyrir Ísland skiptir þessi þróun máli. Áður var staðfest að engin efnahagsleg, söguleg, pólitísk eða landfræðileg rök standa til þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Núna bætist við að hernaðarleg rök mæla gegn aðild. Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu um fyrirsjáanlega framtíð. Punktur.


mbl.is Evrópuherinn kemur að lokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn í samfylkingarvanda

Viðreisn átti að vera bandamaður Samfylkingarinnar til hægri um pólitísk völd. Nafn flokksins vísar til viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sjöunda áratug síðustu aldar.

Viðreisn var stofnuð af ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokknum. Aðild að Evrópusambandinu var stefnumálið sem skyldi binda saman Viðreisn og Samfylkingu. Þegar ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 rann út í sandinn áramótin 2012/2013 var fótunum kippt undan tilverurétti Viðreisnar - áður en flokkurinn fékk tækifæri til að bjóða fram. Útreið Samfylkingar í síðustu kosningum girti fyrir alla vaxtarmöguleika.

Viðreisn mælist með um fimm prósent fylgi. Hópar innan flokksins vilja halda aukalandsþing til að gera upp við stefnuna og flokksforystuna.

Viðreisn og Samfylking ættu að slá tvær flugur í einu höggi. Halda sameiginlegan landsfund - og leggja báða flokkana niður.


Bloggfærslur 29. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband