Borgaralaun og afnám velferðarríkisins

Borgaralaun er að allir fái tiltekna fjárhæð frá ríkinu, burtséð frá því hvort þeir séu ríkir eða fátækir, atvinnulausir eða í vinnu, heilbrigðir eða öryrkjar. Engar kvaðir fylgja borgaralaunum, ekkert umsóknarferli eða mat á þörf viðtakenda fyrir opinbera framfærslu.

Tilraunir með borgaralaun hafa verið gerðar í Finnlandi og Kanada ætlar að prófa fyrirkomulagið. Hér heima hafa Píratar kynnt hugmyndina, sem ættuð er af vinstri væng stjórnmálanna.

Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian vekur máls á hugveita hægrimanna, kennd við Adam Smith, tekur undir borgaralaun með þeim formerkjum að þau komi í stað velferðarkerfisins.

Borgaralaun í útgáfu frjálshyggjunnar kæmu í staðinn fyrir afskiptasamt ríkisvald sem vegur og metur þörf borgaranna fyrir opinbera framfærslu.

Ef hægrimenn almennt taka undir hugmyndina um borgaralaun gæti myndast breið samstaða um að efna til þeirra og losna í leiðinni við velferðarkerfið. En þá er hætt við að heyrist hljóð úr vinstra horni stjórnmálanna.

 


Benedikt á flótta

Í byrjun viku tilkynnti fjármálaráðherra að tíuþúsundkallinn yrði aflagður. Tilgangurinn var að sverta krónuna. Benedikt fjármálaráðherra hefur alla sína pólitísku ævi verið ESB-sinni.

ESB-sinnar telja krónuna veikasta hlekkinn í efnahagslegu og pólitísku fullveldi landsins og nota hvert tækifæri til að grafa undan henni.

En í lok viku er Benedikt lagður á flótta með afnám tíuþúsundseðilsins.

 


mbl.is Tíu þúsund kallinn ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er geðrænn vandi

Enginn fer í gegnum lífið án kvíða. Fæstir án þess að verða fyrir smærri og stærri áföllum eins og missi atvinnu, maka, ástvina eða glímu við sjúkdóma og merkingarleysis tilverunnar.

Geðrænn vandi verður til i meðvitundinni. Stundum er hægt að greina efnaferla í heilastarfseminni sem orsök vandans en oftar en ekki eru margir samverkandi þættir ástæðan. 

Að einhverju marki er geðrænn vandi menningarsjúkdómur. Krafan er að sérhver dagur skuli markaður hamingju og vellíðan. Skortur þar á þykir vísbending um erfiðleika á andlega sviðinu.

Annað sem eykur á andlega streitu er krafan að ,,gera það gott lífinu." En - óvart - þá er engin handbók til sem útskýrir hvað það er að ,,gera það gott."

Uppskriftin að fullkomnu lífi er ekki til. Og það eitt getur verið streituvaldur.


mbl.is Kvíði stúlkna flyst yfir á fullorðinsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband