Guðni Th. gefur skotleyfi á sjálfan sig

Guðni Th. forseti stóð fyrir sérstakri rannsókn þegar hann ígrundaði hvort hann ætti að taka völdin af dómsmálaráðherra og neita að undirrita skipunarbréf dómara í landsrétt. Guðni Th. gaf þar með undir fótinn með að forsetinn hefði völd til að breyta stjórnvaldsákvörðun ráðherra.

Viku seinna kemur sami Guðni Th. og ber sig aumlega vegna máls kynferðisbrotamanns sem fær uppreisn æru frá forseta. Forsetinn segir

það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá.

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Annað hvort er forsetinn með vald til að breyta ákvörðun ráðherra eða ekki. Fyrir viku sagði Guðni Th.:

Sú staða get­ur þó vissu­lega komið upp að for­seti þurfi að íhuga hvort hann vilji staðfesta stjórn­ar­at­hafn­ir.

Hvort er rétt, það sem Guðni Th. segir í dag eða í síðustu viku?

Misvísandi skilaboð Guðna Th. um valdheimildir forsetaembættisins jafngilda skotleyfi á allar ákvarðanir embættisins. Forsetinn þarf að gyrða sig í brók.

 


mbl.is Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan efnir ekki til ófriðar - hverjir þá?

Lögreglan er eins og þjóðin, friðsöm og efnir ekki til átaka. Hlutverk lögreglunnar er að við viðbúin hættuástandi og stöðva lögbrot. En það eru aðrir í samfélaginu sem efna til ófriðar.

Kjörnir fulltrúar Vinstri grænna og Pírata, og stuðningsmenn þessara stjórnmálaafla, eru fremstir í flokki óeirðarfólks.

Málatilbúnaðurinn er í aðalatriðum þessi: eðlilegur viðbúnaður lögreglunnar er gerður tortryggilegur á alla vegu og kanta með samsæriskenningum og hálfsannleik.

Hvað gengur ófriðarfólkinu til?


mbl.is „Ennþá friðsöm og örugg þjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, vonda fólkið og bandarísk hnignun

Bandaríkin eru í vondri stöðu. Trump forseti stendur höllum fæti í valdabaráttu þar sem afstaðan til Rússlands er miðlæg. En raunveruleg ástæða fyrir valdabaráttunni er önnur.

Í sumum valdakreðsum í Washington og á ritstjórnum öflugra fjölmiðla er Pútín Rússlandsforseti sagður með horn og hala og hafi með tölvudjöfulskap gert Trump að forseta. Þess vegna verði Trump að víkja.

Yfirvegaðri sálir segja að Bandaríkjunum stafi engin hætta af Rússlandi og Pútín. Bæði er Rússland veikt ríki í samanburði við stórveldið og er í vörn allar götur frá falli Sovétríkjanna fyrir aldarfjórðungi. En yfirvegun ræður ekki ríkjum í Wasington heldur örvænting.

Örvæntingin stafar ekki síst af misheppnaðri utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá aldamótum. Eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 stóðu Bandaríkin fyrir hernaði vítt og breitt, en einkum í miðausturlöndum, sem áttu að styrkja bandarísk áhrif í heiminum.

Íraksstríðið, sem hófst 2003, skyldi vera sniðmát fyrir stórveldahagsmuni Bandaríkjanna. Ætlunin var að móta Írak sem bandalagsríki þar sem lýðræði og velmegun væri auglýsing fyrir yfirburði stórveldisins. En það fór á annan veg, Bandaríkin fóru úr Írak með skottið á milli lappanna árið 2011. Írak er ónýtt ríki.

Eftir útreiðina í Írak var hleypt af stokkunum smærri verkefnum, í Sýrlandi og Líbýu, en þau skiluðu sömu niðurstöðu, borgarastríði og ónýtum ríkjum. Úkraína í Austur-Evrópu var enn annað bandarískt verkefni sem fór út um þúfur 2014.

Valdaelítan í Washington, sem ber ábyrgð klúðrinu, sér möguleika að slá tvær flugur í einu höggi með því að spyrð saman forsetana Trump og Pútín.

Trump lofaði í kosningabaráttunni á síðasta ári að hætta stríðsreksti Bandaríkjanna. Með því að gera Trump að útsendara Pútín er vonda fólkið komið með afsökun fyrir hve hörmulega tekist hefur til alla þessa öld að styrkja Bandaríkin í sessi sem heimsveldi.

 

 

 


mbl.is Trump ofsóttur af „vondu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband