Grætt á falsfréttum um Trump

Falsfréttir um Trump er góð söluvara. Einkum fréttir sem ekki er hægt af afsanna, eins og þær að Trump sé handbendi Pútín Rússlandsforseta. Þetta er niðurstaða Glenn Greenwald sem segir fréttamiðla eins og CNN og Washington Post hvorki skeyta um skömm né heiður þegar kemur að framleiðslu falsfrétta.

Í Bandaríkjunum, og raunar víðar, vilja margir ekki trúa því að Trump einn og óstuddur hafi sigrað í forsetakosningunum. Hann hljóti að hafa notið stuðnings erlendis frá. Og þar er Pútín nærtækasta og best auglýsta illmennið.

Rússafóbía sameinar tvo valdamikla hópa í Bandaríkjunum. Demókrataflokkinn nánast í heild sinni og kaldastríðshauka í Repúblíkanaflokknum. Á bakvið þessa hópa eru sterkir hagsmunir, t.d. í hergagnaiðnaði, sem njóta góðs af Rússagrýlunni.

Fjölmiðlar eins og CNN og Washington Post fá áhorf og lestur út á falsfréttir um að Rússar hafi komið Trump til valda. Þeir fá einnig aðgang að umræðuþáttum og samfélagsmiðlum þar sem eftirspurn er eftir einmitt falsfréttum af þessari gerð.

Og þegar eftirspurn er eftir falsfréttum, þá eru þær einfaldlega framleiddar.


mbl.is CNN aftur flækt í hneykslismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD: krónan besti kosturinn

Krónan endurspeglar íslenskt efnahagslíf. Þegar vel gengur, eins og núna, njóta landsmenn betri kaupmáttar með sterkara gengi. Þegar slær í bakseglin, og gengið lækkar, dreifast byrðarnar á háa sem lága.

Hugmyndir Viðreisnar um myntráð eru loftkastalasmíði sem myndu enda í martröð.

OECD telur núverandi fyrirkomulag gjaldmiðilsins besta kostinn. Við vissum það fyrir - nema kannski Viðreisn og Samfylking sem alltaf eru úti á þekju.


mbl.is Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband