Útgerðin lækkar gengið

Gengi krónunnar lækkar upp á síðkastið. Stórfjárfestingar útgerðarinnar í nýsmíði fískiskipa skipta þar án efa nokkru máli. Samhliða hönnuðum fréttum ferðaþjónustunnar um verri afkomu þrýsta fjárfestingar útgerðarinnar genginu niður.

Eftir afnám gjaldeyrishafta lýtur krónan ekki handstýringu heldur lögmáli framboðs og eftirspurnar.

Það veit á gott að útgerðin lítur björtum augum fram á veg.


mbl.is Tugmilljarða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenvæðing menntunar - jafnréttið fer forgörðum

Um 80 prósent kennara í grunn- og framhaldsskólum eru konur. Drengir alast upp í þeirri trú að menntun sé kvenlæg, ekki eitthvað sem hentar karlkyninu.

Kvenvæðing mnntunar birtist þannig að drengir sækja síður háskólanám en stúlkur.

Þessi þróun mun leiða til vaxandi kynskiptingar á vinnumarkaði með tilheyrandi ójafnréttis milli kynjanna.


mbl.is Brottfall pilta úr skólum áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúll-á-móti fylgið frá Vinstri grænum

Rótlausa fylgið studdi Vinstri græna síðustu kosningar. Þeir rótlausu eru alltaf tilbúnir að stökkva á óraunhæfar allsherjarlausnir; bylting í dag, innganga í ESB á morgun og þar á eftir að opna landamærin upp á gátt.

En fyrst og fremst eru þeir rótlausu fastir í hlutverkinu að vera fúll á móti.

Fúll á móti gerði Pírata stærsta flokkinn á síðasta kjörtímabili - þ.e. í skoðanakönnunum. Þegar til átti að taka, og gera Pírata að ráðandi landsstjórnarflokki, heyktist rótlausa fylgið á ruglinu í sjálfu sér og kaus Vinstri græna, sem er íhaldssöm útgáfa af fúll á móti.

Eðli málsins samkvæmt staldrar fúll á móti ekki lengi við í sama flokknum. Eins og afbrotamenn fá uppreisn æru hjá forseta, eftir lögmálum sem enginn skilur, er Samfylkingin komin í náðina hjá fúlum á móti.

Samfylkingin hefur ekkert gert til að verðskulda aukið fylgi. Nema, kannski, eins og aðrir afbrotamenn, afplánað dóminn sinn frá síðustu kosningum.


mbl.is Björt framtíð mælist ekki með mann inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband