Þriðjudagur, 6. júní 2017
Nágranni minn, hryðjuverkamaðurinn
Einn þriggja hryðjuverkamannanna við Lundúnabrú var kvikmyndaður í heimildamynd um stríðsmenn heilags stríðs múslíma. Hann svarar til auðkennis margra slíkra, pólitískur íslam er alþjóðlegur en sjálfsskipaðir stríðsmenn spámannsins herja á nágranna sína með köldu blóði.
Álitsgjafar í Bretlandi segja Breta verða að læra að verða grimmari gagnvart uppsprettu múslímskra hryðjuverka.
Pólitískur íslam er múslímatrú eins og hún er kennd, boðuð og ástunduð af stórum hluta múslíma. Og það skapar vanda fyrir vestrænar þjóðir sem hafa hleypt fjölda múslíma inn í land sitt.
![]() |
Yfir 20 þúsund í sigti lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 6. júní 2017
Sanngjarnt líf og ónýta fólkið
Sá sem spurður er hvort lífið sé sanngjarnt lítur í eigin barm, þó ekki nema sé í augnablik, og mátar sig við samfélagið. Sanngirni er hugtak sem bæði vísar inn á við til einstaklingsins og út í samfélagið.
Einstaklingur sem telur lífið á Íslandi annó 2017 ósanngjarnt er einstaklingur í ójafnvægi, sér ekki eigin lesti og kennir samfélaginu um; eða hitt að viðkomandi sé haldinn þráhyggju af einhverju tagi.
Og hverjir eru það sem helst telja lífið ósanngjarnt? Jú, stuðningsfólk Pírata og Samfylkingar. Þetta er sama liðið og kyrjar sí og æ sönginn um ónýta Ísland. Þeir sem eru ónýtir innan í sér sjá aldrei sanngirni í samfélaginu.
![]() |
Flestir telja lífið sanngjarnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. júní 2017
Pírati, forsetinn og misheppnaða upphlaupið
Píratar eru ekki trúverðugir gæslumenn stjórnskipunar, sem þeir vilja feiga. Barátta Jóns Þórs pírata í dómaramálinu er dæmigert upphlaup.
Fyrst er málþóf á alþingi með tilheyrandi gífuryrðum, þá er hrundið af stað undirskriftarsöfnun og loks er forsetinn hvattur til að synja lögum staðfestingu.
Píratar og vinstriflokkarnir reyna reglulega upphlaup af þessu tagi. Í þetta sinn rann það út í sandinn.
![]() |
Ræddi við forseta um skipun dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. júní 2017
Múslímaríki auka ófriðinn
Tvö stórveldi fyrir botni Miðjarðarhafs, Egyptaland og Sádi-Arabía, ásamt tveim smærri ríkjum freista þess að einangra það fjórða, Katar. Opinber ástæða er að Katar styðji hryðjuverkamenn.
Ásakanir um stuðning við hryðjuverkamenn er í reynd almenn pólitísk yfirlýsing um að stóru ríkin vilja ekkert með Katar að hafa. Öll ríkin styðja hryðjuverkamenn í einni eða annarri útgáfu.
Í miðausturlöndum er borgarastyrjöld í Sýrlandi, Jemen og Líbýu. Nýjasta útspilið í átakasögunni er ekki líklegt að kæta Bandaríkin sem eru með herstöð í Katar og í nánu vinfengi við Sáda og Egypta.
![]() |
Slíta stjórnmálasambandi við Katar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. júní 2017
Loftslagið, Trump, Merkel og Sigmundur Davíð
New York Times segir leiðtoga repúblíkana í Bandaríkjunum líta á heimsendaspár vegna loftslagsbreytinga sem falsvísindi. Innbyggt í flestar útgáfur heimsendaspámennsku eru tvær forsendur. Sú fyrri er að maðurinn beri höfuðábyrgð á hlýnun jarðar og sú seinni að með alþjóðlegum aðgerðum sé hægt að koma í veg fyrir hlýnun og bjarga þar með siðmenningunni.
Efasemdir eru um báðar forsendurnar. Sögulegar heimildir eru um að loftslag á jörðinni ýmist kólnaði eða hlýnaði löngu áður en mannanna verk skiptu þar nokkru máli. Reikningar vegna kostnaðarins við að draga úr hlýnun gefa ekki til kynna að dýrar aðgerðir breyti miklu. Ágúst H. Bjarnason reiknar og Björn Lomborg reiknar líka. Í hvorugu tilfellinu svarar kostnaði að breyta loftslaginu með beinum inngripum.
Svo er það stóra spurningin, sem enginn getur svarað: hvert er eðlilegt meðalhitastig jarðarinnar? Er yfir höfuð til eitthvað æskilegt meðalhitastig fyrir jörðina alla?
En vísindin, hvort sem þau eru fals eða ekki, eru aðeins hluti umræðunnar. Loftslagsumræðan er hápólitísk, eins og skýrt kom fram þegar Trump afturkallaði skuldbindingar Bandaríkjanna við Parísarsáttmálann. Flestir leiðtogar vestrænna ríkja notuðu tækifærið til að slá pólitískar keilur - sýna Bandaríkjaforseta óalandi og óferjandi.
Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er oft stillt upp sem andstæðu Trump. Merkel er allt sem Trump er ekki: ábyrg, raunsæ og kann pólitík. En þá ber svo við að íhaldsmenn í hennar eigin flokki, CDU, biðja kanslarann vinsamlega að athuga hvort ekki séu jákvæða þætti að finna í hlýnun jarðar.
Samkvæmt Spiegel telja íhaldsmenn í stjórnarflokki Þýskalands að jákvæðar afleiðingar gætu til dæmis verið auknar fiskveiðar, samgöngur með opnun norðvesturleiðarinnar og aðgangur að náttúruauðlindum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leyfði sér að nefna jákvæða þætti í umræðunni um loftslagsmál fyrir skömmu og var úthrópaður.
Löngum er erfitt að vera spámaður í eigin föðurlandi. Kannski að Sigmundur Davíð fái um síðir þá upphefð að vera meðalhófið milli Trump og Merkel. Ekki lítill árangur það.
![]() |
Framfylgja samkomulaginu í trássi við Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 4. júní 2017
Fjölmenning og hryðjuverk
Fjölmenning, eins og hún er tíðkuð á vesturlöndum, gerir ekki upp á milli trúarsannfæringar fólks eða stjórnmálaskoðana. Þegar það liggur fyrir að uppspretta hryðjuverka er einkum pólitísk múslímatrú þrýtur þolinmæðina gagnvart fjölmenningu fyrr heldur en seinna.
Þeir sem þaulkunnugir eru múslímatrú, t.d. Hamed Abdel-Samad, segja fullum fetum að nær engin moska boði manneskjulegar kennisetningar. Ríki íslams boðar að heilagur mánuður múslíma skuli nýttur til að drepa ,,vantrúaða" á vesturlöndum.
Illu heilli fer engin siðbót fram í múslímatrú. Í moskum þvers og kruss í Evrópu er þvert á móti haldið fram þeirri öfgakenningu að mannkynið skiptist í trúaða og vantrúaða.
Múslímatrú og vestræn gildi eru ósamrýmanleg. Af því leiðir er fjölmenning ósamrýmanleg vestrænum gildum.
![]() |
Höfum verið of umburðarlynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. júní 2017
Hryðjuverk, lýðræði og opið samfélag
Þrír hryðjuverkamenn voru felldir átta mínútum eftir að lögreglan var kölluð á vettvang við Lundúnabrú. Á þeim skamma tíma deyddu hryðjuverkamennirnir sjö almenna borgara og slösuðu 40. Verkfærin sem þeir notuðu eru hversdagshlutir, bíll og eggvopn.
Eftir fimm daga eru þingkosningar í Bretlandi þar sem þjóðin velur á milli pólitískra valkosta. Borgarstjóri Lundúna nefnir tvö gildi er standa vestrænum þjóðum nærri, frelsi og öryggi.
Árásin í gær er þriðja hryðjuverkið í Bretlandi á skömmum tíma. Árás var gerð á almenning við þinghúsið í höfuðborginni í mars og í síðasta mánuði urðu tónleikagestir í Manchester fyrir sjálfsmorðssprengju.
Enginn þeirra stjórnmálaflokka sem breska þjóðin velur á milli á fimmtudag getur tryggt almenningi öryggi og frelsi. Einmitt vegna þess að valið stendur þar á milli. Öryggið verður á kostnað frelsisins en verðmiði frelsisins er óöryggi.
Frumskylda ríkisvalds er að gæta öryggis þegnanna. Ef ríkisvaldið verndar ekki borgarana taka þeir lögin í sínar hendur. Við vitum alveg hvað verður um frelsið við þessar kringumstæður. En það má helst ekki segja upphátt.
![]() |
Árásarmennirnir felldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. júní 2017
Grínistinn og n-orðið
Niggari er neikvætt orð um þeldökka, sem einu sinni voru kallaðir svertingjar, þar áður negrar, á tímabili afrískir-ameríkanar en núna oftast litaðir. Í flokk litaðra fara allir sem ekki eru hvítir á hörund, eins og hvítt sé ekki litur.
Bandarísk stjórnmálaumræða er að nokkrum hluta í höndum grínista, eins og víða í vestrænum heimi. Grínistinn Bill Maher er frjálslyndur og gagnrýninn á trú, bæði kristna og múslímska. Hann er hvítur en kallaði sjálfan sig ,,heimilis-niggara" en það orð var notað um þeldökka sem unnu á heimilum hvítra á dögum þrælahalds, til aðgreiningar frá þeim sem þræluðu á akrinum. ,,Heimilis-niggari" er tvöföld neikvæðni, vísar bæði til hörundslitar með gildishlöðnu orðalagi og hins að viðkomandi sé undirgefnari en hversdagslegur þeldökkur á akrinum.
Krafist er að Bill Maher verður sviptur vinnunni sem atvinnugrínisti hjá HBO. Niggari er orð sem enginn sómakær lætur sér um munn fara í hálfkæringi. Aðeins er leyfilegt að ræða orðið í samhengi við orðsifjafræði, líkt og hér er gert.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. júní 2017
Vald með lágstaf og óákveðnum greini
Valdið á Íslandi er ekki með hástaf og ákveðnum greini. Valdinu er dreift á marga, bæði einstaklinga, stofnanir og félagasamtök.
Ástráður Haraldsson lögmaður þekkir ólíka kima valdsins. Eins og margir aðrir valsar á hann milli einkareksturs og opinberra starfa og verður ekki fátækari fyrir bragðið.
En vitanlega hljómar það mun betur að ,,lenda í slag við valdið" heldur en að horfast í augu við að stundum fær maður ekki allt sem maður vill - jafnvel þó maður kunni öll versin í valdabraskinu.
![]() |
Ekki gaman að lenda í slag við valdið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. júní 2017
Stórar hugmyndir og sterkir leiðtogar
Evrópusambandið er stór hugmynd í tilvistarvanda, skrifar George Soros. Loftslagsvá af mannavöldum er önnur stór hugmynd í tilvistarvanda. Jafnvel varkár maður eins og Joseph E. Stiglitz splæsir lífshættu loftslagsváarinnar við aðra hugmynd í hættu, sem er alþjóðhagkerfið.
Soros nefnir sterka leiðtoga aðalandstæðinga Evrópuhugmyndarinnar og þeir eru allir forsetar; Pútín í Rússlandi, Erdogan í Tyrklandi, el-Sisi í Egyptalandi og Trump í Bandaríkjunum. Stiglitz nefnir aðeins einn, en sá er líklega sterkastur af þeim sterku - Trump.
Tilvistarvandi stórra hugmynda er ekki bundinn við vesturlönd. Um 20 prósent jarðarbúa, 1,6 milljarður múslíma, burðast með hugmyndina um að spámaður á Arabíuskaga hafi á ármiðöldum fengið uppskrift af jarðlífinu frá guði. Múslímar eiga enga sterka leiðtoga og vandræði þeirra eru því meiri, samanber ástandið í miðausturlöndum.
Í nettengdum heimi, þar sem ódæði í Kabúl er stórfrétt í Reykjavík fáeinum augnablikum síðar, er eftirspurn eftir stórum hugmyndum sem útskýra heimsástandið. Fólk vill skilning á tilverunni og stórar hugmyndir ramma einstaka atburði í heildstæða mynd.
En það er líka eftirspurn eftir sterkum leiðtogum sem líklegir eru til að breyta ófremdarástandi í eitthvað bærilegra.
Sameiginlegt sterku leiðtogunum, sem nefndir eru hér að ofan, er að þeir standa ekki fyrir stórar hugmyndir. Pútín og Erdogan gæta rússneskra og tyrkneskra hagsmuna. El-Sisi valdar innanlandsástandið í Egyptalandi. Jafnvel Trump er aðeins með takmarkaða hugmynd: make America great again.
Stórar hugmyndir þurfa spámann. Án Jesú væri kristni neðanmálsgrein í sífelldum ófriði ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Lenín og Stalín gerðu kommúnisma að heimshreyfingu. Litli maðurinn með frímerkjaskeggið braut Evrópu undir eina hugmyndafræði fyrir miðja síðustu öld.
Við sitjum uppi með stórar hugmyndir í lífshættu, sterka leiðtoga en engan spámann. Ráðlegging Voltaire er nærtæk, um að í viðsjálum heimi ættum við að rækta garðinn okkar. En minnumst þess að Voltaire veitti ráðið í aðdraganda frönsku byltingarinnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)