Flóttafólk er byrði - Þorsteinn biður um sjálfsblekkingu

Flóttamenn eru byrði. Það eitt að flokka þá kostar milljarða, samanber fjárframlög til Útlendingastofnunar síðast liðin ár.

Eftir að búið að er flokka flóttamenn, og veita sumum hæli, þarf að hýsa þá og fæða og klæða. Það kostar aðra milljarða.

Aðlögun flóttamanna að íslensku samfélagi kostar líka peninga.

Ef vel tekst til geta flóttamenn orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. En þangað til eru þeir byrði.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra biður okkur um að ,,hætta að líta á flóttafólk sem byrði".

Þorsteinn, sem enn er blautur á bakvið eyrun sem pólitíkus, biður samfélagið að taka þátt í sjálfsblekkingu. Eflaust er Þorsteinn vel meinandi þótt ekki stigi hann í vitið.


mbl.is „Hættum að líta á flóttafólk sem byrði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meginregla í meiðyrðamálum staðfest

Gildisummæli um nafngreinda einstaklinga eru hluti af frjálsri orðræðu. Ef einhver segir einhvern skíthæl er það refsilaust. Ásökun um lögbrot er aftur annar handleggur. Lögin vernda æru manna gegn slíkum áburði.

Ólafur Arnarson var dæmdur í héraðsdómi fyrir aðdróttun um að framkvæmdastjóri LÍÚ hafi brotið af sér í starfi. Í dómnum segir:

,,Því hefur verið haldið fram við mig að mögulega viti enginn í stjórn LÍÚ um milljóna stuðning samtakanna við nafnlaus níðskrif á AMX – að framkvæmdastjórinn hafi einn ákveðið að nota fjármuni samtakanna með þessum hætti.“ þykir að mati dómsins mega skilja sem aðdróttun um umboðssvik og vanrækslu í starfi þar sem að með þeim sé gefið í skyn að stefnandi ráðstafi fjármunum LÍÚ í andstöðu við vilja stjórnar samtakanna og þá án heimildar. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að ummælin séu sönn en fyrir því ber hann sönnunarbyrði.(undirstrikun pv).

Í þessu tilfelli staðfestir Mannréttindadómstóll Evrópu viðtekna dómavenju á Íslandi.


mbl.is Braut ekki gegn Ólafi í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði, þjóðarvilji og týnd frásögn

Lýðræðið er í tilvistarvanda, segir einn ritstjóra BBC um úrslit bresku þingkosninganna sem skilaði Bretum stjórnarkreppu. Þriðjungur kjósenda sat heima. Í Frakklandi sat helmingur kjósenda heima - vildi ekki taka þátt í að móta pólitíska framtíð landsins sem er vagga nútímalýðræðis.

Lýðræðinu er ætla að leiða fram þjóðarvilja. En þjóðarvilji birtist í ráðandi frásögn. Einu sinni var velferðarríkið mál málanna, seinna varð frjálshyggja ríkjandi frásögn.

Skortur á ráðandi frásögn er regla fremur en undantekning í vestrænum ríkjum. Jafnvel í okkar litla einsleita landi er ekki að finna rauðan pólitískan þráð. Eða um hvað voru síðustu alþingiskosningar? Nei, einmitt, það er á huldu. Enda skiluðu kosningarnar okkur þriggja mánaða stjórnarkreppu.

Um tíma, tvo til þrjá áratugi í kringum síðustu aldamót, var alþjóðahyggja samnefnarinn. Eins og oft berast erlendir straumar seint til Íslands. Um síðir kom hún þó í líki ESB-umsóknar. En þá var botninn dottinn úr henni í vestrænum útlöndum. Fjármálakreppan 2008, evru-kreppan í framhaldi, flóttamannavandinn og loks, á síðasta ári, Brexit og sigur Trump í Bandaríkjunum, gerðu út af við glóbalisma sem frásögn.

Leit að nýrri frásögn stendur yfir. Þjóðernishyggja er vaxandi en einnig sósíalismi, sem hvorttveggja er góss úr fortíðinni. Menn leita til fortíðar þegar þeir sjá illa til framtíðarinnar. Og þess vegna er lýðræðið í kreppu.


mbl.is „Ég kom okkur í þessar ógöngur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband