Múslímaríki auka ófriðinn

Tvö stórveldi fyrir botni Miðjarðarhafs, Egyptaland og Sádi-Arabía, ásamt tveim smærri ríkjum freista þess að einangra það fjórða, Katar. Opinber ástæða er að Katar styðji hryðjuverkamenn.

Ásakanir um stuðning við hryðjuverkamenn er í reynd almenn pólitísk yfirlýsing um að stóru ríkin vilja ekkert með Katar að hafa. Öll ríkin styðja hryðjuverkamenn í einni eða annarri útgáfu.

Í miðausturlöndum er borgarastyrjöld í Sýrlandi, Jemen og Líbýu. Nýjasta útspilið í átakasögunni er ekki líklegt að kæta Bandaríkin sem eru með herstöð í Katar og í nánu vinfengi við Sáda og Egypta.


mbl.is Slíta stjórnmálasambandi við Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagið, Trump, Merkel og Sigmundur Davíð

New York Times segir leiðtoga repúblíkana í Bandaríkjunum líta á heimsendaspár vegna loftslagsbreytinga sem falsvísindi. Innbyggt í flestar útgáfur heimsendaspámennsku eru tvær forsendur. Sú fyrri er að maðurinn beri höfuðábyrgð á hlýnun jarðar og sú seinni að með alþjóðlegum aðgerðum sé hægt að koma í veg fyrir hlýnun og bjarga þar með siðmenningunni.

Efasemdir eru um báðar forsendurnar. Sögulegar heimildir eru um að loftslag á jörðinni ýmist kólnaði eða hlýnaði löngu áður en mannanna verk skiptu þar nokkru máli. Reikningar vegna kostnaðarins við að draga úr hlýnun gefa ekki til kynna að dýrar aðgerðir breyti miklu. Ágúst H. Bjarnason reiknar og Björn Lomborg reiknar líka. Í hvorugu tilfellinu svarar kostnaði að breyta loftslaginu með beinum inngripum.

Svo er það stóra spurningin, sem enginn getur svarað: hvert er eðlilegt meðalhitastig jarðarinnar? Er yfir höfuð til eitthvað æskilegt meðalhitastig fyrir jörðina alla?

En vísindin, hvort sem þau eru fals eða ekki, eru aðeins hluti umræðunnar. Loftslagsumræðan er hápólitísk, eins og skýrt kom fram þegar Trump afturkallaði skuldbindingar Bandaríkjanna við Parísarsáttmálann. Flestir leiðtogar vestrænna ríkja notuðu tækifærið til að slá pólitískar keilur - sýna Bandaríkjaforseta óalandi og óferjandi.

Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er oft stillt upp sem andstæðu Trump. Merkel er allt sem Trump er ekki: ábyrg, raunsæ og kann pólitík. En þá ber svo við að íhaldsmenn í hennar eigin flokki, CDU, biðja kanslarann vinsamlega að athuga hvort ekki séu jákvæða þætti að finna í hlýnun jarðar.

Samkvæmt Spiegel telja íhaldsmenn í stjórnarflokki Þýskalands að jákvæðar afleiðingar gætu til dæmis verið auknar fiskveiðar, samgöngur með opnun norðvesturleiðarinnar og aðgangur að náttúruauðlindum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leyfði sér að nefna jákvæða þætti í umræðunni um loftslagsmál fyrir skömmu og var úthrópaður.

Löngum er erfitt að vera spámaður í eigin föðurlandi. Kannski að Sigmundur Davíð fái um síðir þá upphefð að vera meðalhófið milli Trump og Merkel. Ekki lítill árangur það.


mbl.is Framfylgja samkomulaginu í trássi við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband