Frjálslynda vinstriđ er deyjandi pólitík

Frjálslynda vinstriđ međ stjórnmálamenn eins og Hillary Clinton, Tony Blair, Hollande og Schulz er á hröđu undanhaldi.

Tvćr pólitískar útgáfur eru međ byr í seglin, ţeir skora flokkakerfiđ á hólm, Trump í Bandaríkjunum og Macron í Frakklandi, annars vegar og hins vegar róttćkir vinstrimenn á borđ viđ Corbyn, Sanders og Mélenchon.

Frjálslynda vinstriđ stendur fyrir alţjóđavćđingu og fjölmenningu síđustu áratuga, sem gefur nú eftir. Í stađin koma ţjóđernishyggja og stéttapólitík.

 


mbl.is Fordćmalaust tap vinstri flokka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ameríkuvćdd úr moldarkofa

Íslendingar voru ameríkuvćddir úr moldarkofum áratugina eftir seinna stríđ. Nei, ţetta er ekki ný uppgötvun, heldur hluti af sjálfsmynd Íslendinga í kringum 1970.

Norskir sjónvarpsmenn voru hér á ferđ sumariđ 1969 og gerđu 40 mínútna heimildarţátt um Ísland nútímans. Ivar Eskeland, sem veitti Norrćna húsinu forstöđu fyrstu fjögur starfsár ţess 1968-1972, víkur ađ ţeirri hneigđ Íslendinga ađ fyrirlíta sjálfa sig. Hann segir ţá suma vonsvikna ţegar hann svarar neitandi spurningu ţeirra um hvort landinn sé ekki úr hófi ameríkuvćddur.

Gođsögnin um ameríkuvćđingu Íslendinga nćrđist einkum á hrađri ţéttbýlisţróun annars vegar og hins vegar fimm ţúsund manna herliđi Bandaríkjanna á Miđnesheiđi.

Heimildarmyndin norska kippir stođunum undan gođsögninni. Allir viđmćlendur fréttamanns NRK tala norrćnu. Hver međ sínu nefi, eins og gefur ađ skilja. Sveinn Einarsson leikhússtjóri LR talar mjúkmćlta sćnsku og Hannibal Valdimarsson í hlutverki forseta ASÍ fer fram međ vestfirska dönsku.

Ţađ má velt fyrir sér hve margir af forsvarsmönnum menningar, atvinnulífs og stjórnmála rćddu í dag landsins gagn og nauđsynjar á skiljanlegri norrćnu. Trúlega myndi ţorri ţeirra tala á ensku. En viđ myndum ekki kalla ţađ ameríkuvćđingu.


Bloggfćrslur 11. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband