Costco og kaupfélagavæðing

Costco er kaupfélag í þeim skilningi að maður kaupir sér aðild að versluninni, borgar eitthvað um 4000 kr. árgjald.

Nú þegar íslensku olíufélögin og smásalar, Olís og Hagkaup/Bónus annars vegar og hins vegar Krónan/Elko og N1, sameinast má spyrja hvort kaupfélagavæðingin haldi áfram.

Olíufélögin hafa gefið út kort til viðskiptavina sinna og tengt þau greiðslukortum. Með félagskortum fæst afsláttur af eldsneyti. Lítið mál er að útfæra þessi kort sem kaupfélagskort.

Á hinn bóginn er ekki líklegt að íslensku kaupfélögin þori í bráð að innheimta félagsgjöld. Verðlagningin hjá þeim er ekki samkeppnisfær við Costco.


mbl.is Viðbrögð við aukinni samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og ekki-glæpurinn

Forseti Bandaríkjanna er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og getur sem slíkur látið rannsaka einstaklinga fyrir meint lögbrot - eða fyrirskipað að rannsókn skuli hætt.

Alan M. Dershowitz, einn þekktasti lögfræðingur Bandaríkjanna, segir vitnisburð fyrrum forstjóra FBI staðfesta löngu þekkta staðreynd. Bandaríkjaforsetar frá Adams til Obama hafa fyrirskipað rannsóknir á meintum lögbrotum einstaklinga.

Jafnvel harðir andstæðingar Trump, t.d. á útgáfunni New Republic, eru miður sín yfir hve léttvægur vitnisburður fyrrum forstjóra FBI er í herförinni gegn Trump. New Republic segir frá skoðanaskiptum John McCain, sem vill Trump feigan í embætti, og Comey og spyr hvað öldungurinn var að fara.

En, auðvitað, í pólitík þarf ekki glæp til að vera flæmdur úr embætti.


mbl.is Trump rýfur þögnina á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit tekur langan tíma, skoska hættan liðin hjá

Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins, fremur en Verkamannaflokksins, mun leiða viðræður Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar munu taka lengri tíma en áætlað var, nær fimm árum en tveim.

Þjóðernissinnar í Skotlandi guldu afhroð í þingkosningunum í gær. Hugmyndir þeirra um sambandsslit við England og innganga Skotlands í Evrópusambandið eru þar með út af borðinu.

Brexit-viðræðurnar munu leiða fram áherslumun á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Á grunni þeirra verður kosið á ný, kannski eftir hálft annað ár eða tvö.

 


mbl.is Verður kosið aftur í Bretlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband