Síđmarxistinn og kreppa frjálslyndra vinstrimanna

Ţađ yrđi saga til nćsta bćjar yrđi Jeremy Corbyn forsćtisráđherra Bretlands. Frjálslyndir kratar í Verkamannaflokknum, Tony Blair og félagar, treysta ekki Corbyn fyrir horn og hćgripressan kallar hann síđmarxista.

Sigur Trump í Bandaríkjunum ţótti frjálslyndum vinstrimönnum slćm tíđindi. Sigur Corbyn í Bretlandi yrđi martröđ.

Marx á hinn bóginn hlýtur ađ kreppa hnefann í frostfríum jarđvegi Highgate-kirkjugarđsins. Gamla manninum var aldrei um frjálslynda gefiđ.

 


mbl.is Corbyn gćti tekiđ viđ taumunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđni sýnir Jóni Ţór fingurinn

Jón Ţór Ólafsson ţingmađur Pírata bjó til tveggja daga vinnu fyrir forsetaembćttiđ međ hávađa og látum innan og utan alţingis. Forsetinn sýndi Jóni Ţór fingurinn á diplómatískan hátt.

Jón Ţór og stuđningsmenn hans í vinstraliđinu vildu fremur karldómara en kvenkyns í landsrétt og gerđu hríđ ađ meirihluta ţings og dómsmálaráđherra.

Krafa Jóns Ţórs og félaga var ađ forsetinn blandađi sér í ákvörđun alţingis og framkvćmdavaldsins og ylli međ ţví stjórnskipunarkreppu. Píratar og vinstrimenn ţrífast best í kreppuástandi. En forsetinn, góđu heilli, sýndi óreiđufólkinu fingurinn.


mbl.is Forsetinn undirritađi skipunarbréf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump og trúarstríđ múslíma

Trump heimsótti höfuđríki súnní-múslíma, Sádi-Arabíu, og gerđi ţar viđskiptasamninga, sem reyndar eru sagđir mest í ţykjustunni - falsfréttir. Ađalríki shíta-múslíma er Íran.

Sádar og Íranar heyja stađgenglastríđ um völd og áhrif í ríkjum eins og Sýrlandi og Jemen. Bandaríkin styđja Sáda en Rússland Íran.

Hryđjuverkarásin í Teheran, höfuđborg Íran, sem kostađi 13 mannslíf, er skrifuđ á reikning Sáda. Ríki íslams er herská hreyfing súnní-múslíma og stendur reglulega fyrir hryđjuverkum á vesturlöndum.

Trúarlegur bakhjarl Ríkis íslam er Sádi-Arabía, trúarríkiđ ţar sem konur eru annars flokks ţegnar og opinberar aftökur eru daglegt brauđ. Íran er líka trúarríki og stundar opinberar aftökur á samkynhneigđum.

Trúarstríđ múslíma frá 1979 er međ ţeim einkennum ađ allir sjö forsetar Bandaríkjanna, ţar af ţrír demókratar (Carter, Clinton og Obama) og fjórir repúblíkanar (Reagan, Bush eldri og yngri, og Trump) styđja Sádi-Arabíu gegn Íran.

Bandaríkjaforsetar koma og fara en trúarstríđiđ heldur áfram međ sama takti.


mbl.is Segir ummćli Trump „viđbjóđsleg“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband