Sósíalistaflokkurinn mćlist ekki, Vg ekki-valdaflokkur

Sósíalistaflokkur var stofnađur 1. maí af Gunnari Smára og nokkrum félögum úr fjölmiđlastétt. Flokkurinn fékk viđhafnarkynningu í RÚV, auđvitađ, og ađrir fjölmiđlar kynntu undir.

En í könnunum mćlist Sósíalistaflokkurinn ekki.

Vinstri grćnir eru ráđandi á vinstri kanti stjórnmálanna. Eftir síđustu kosningar stađfesti flokkurinn sig sem ekki-valdaflokkur landsins. Og fćr fjórđungsfylgi út á ţađ. Vel gert.


mbl.is Enn fćrri styđja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölhyggja og friđur - fordómar og ófriđur

Ţar sem friđur ríkir er sátt um fjölhyggju; hver fćr ađ syngja međ sínu nefi hvort heldur í trú, menningu eđa lífsháttum. Aftur rjúka fordómar upp í stríđsástandi.

Viđ ţekkjum ţetta stef úr eigin sögu. Á tíma sjálfstćđisbaráttunnar voru hér ríkjandi fordómar gagnvart Dönum, sem viđ köllum frćndur okkar í dag. Ţá voru Bretar ekki hátt skrifađir á dögum ţorskastríđanna en ţykja almennt í dag ţokkalegt fólk. Erjur okkar viđ ţessa nágranna eru hjóm eitt í samanburđi viđ stríđssögu margra ţjóđa.

Spurningin er hvort kemur á undan friđurinn eđa fjölhyggjan, eggiđ eđa hćnan.

 


mbl.is Meirihluti segir engan ćđri öđrum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Falsfréttir, Pútin og tap frjálslyndra

Frjálslyndir og vinstrimenn töpuđu forsetakosningunum í Bandaríkjunum síđast liđiđ haust. Hillary Clinton, frambjóđandi ţeirra, útskýrir tapiđ međ inngripum Pútíns Rússlandsforseta og falsfréttum.

Hvorug skýringin er trúverđug. Clinton og frjálslyndir halda ţví fram ađ allar 17 bandarísku stofnanirnar sem fást viđ njósnir stađfesti ađ Rússar höfđu áhrif á bandarísku kosningarnar. Ţetta er falsfrétt, sem var afhjúpuđ í vitnaleiđslum á Bandaríkjaţingi. Engar sannanir hafa komiđ fram um afskipti Rússa og heldur ekki trúverđug útlistun á hvernig ţeir gćtu mögulega haft áhrif á kosningahegđun almennings í Bandaríkjunum.

Falsfréttir eru hugtak sem nćr hvorttveggja yfir fréttir sem halla réttu máli og skáldfréttir sem eru uppspuni frá rótum. Ekkert bendir til ađ frjálslyndir séu óduglegri en stuđningsmenn Trump ađ breiđa út falsfréttir. Fjölmiđlar eru, ţrátt fyrir allt, almennt á bandi frjálslyndra. En ţađ dugđi ekki til, Clinton tapađi.

Jeffrey D. Sachs kemur međ ţá skýringu ađ peningar stjórni bandarískum stjórnmálum. Trump sé handbendi peningamanna sem keyptu kosningarnar.

Vandinn viđ ţessa skýringu er ađ stór hluti Repúblíkanaflokksins var á móti Trump og vitanlega allur Demókrataflokkurinn. Stćrstu fjölmiđlarnir studdu Clinton en ekki Trump.

Líklegasta skýringin á tapi frjálslyndra er ađ ţeir höfđuđu ekki til bandarískra kjósenda. Trump talađi máli ţeirra sem voru afskiptir og útundan í hinu frjálslynda samfélagi. Og ţeir voru nógu margir til ađ Clinton tapađi.

 


mbl.is Clinton kennir fölskum fréttum um tapiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband